Stjórnarfundur 30. september 2020
Fundargerð stjórnarfundar í Gilfélaginu, Kaupvangsstræti 23, 30. september, 2020.Mætt voru: Aðalsteinn Þórsson, Guðm Á. Sigurjónsson, Heiðdís H. Guðmundsdóttir og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir. Fundurinn fór fram um fjarfundarbúnað. Á dagskrá voru eftirtalin mál:1Styrkumsóknir,
- Uppbyggingasjóður,
- 30 ára afmælishátíð Gilfélagsins, Grafíkverkstæðið, viðburðir í anda Gilfélagsins (heitir fimmtudagar, samsýning).
- Menningarsjóður, mars og
- Myndlistasjóður í febrúar (sýning á sögu félagsins).
2 Gestavinnustofan, Deiglan og covid, hver er staðan.
3 Önnur mál
- Barnamenningarhátíðin, lokaskýrslan, hvernig tókst til.
- Myndlistarnámskeið næsta vor sem við látum standa undir sér kostnaðarlega.
1. Sótt verður um í Uppbyggingarsjóð norðurlands eystra, vegna grafíkverkstæðis. Þar má styðjast við umsókn frá fyrra ári. Einnig verður sótt um styrk vegna 30 ára afmælisárs félagsins.
Taka þaf tillit til kostnaðar eftirfarandi þátta í þeirri umsókn: Sögusýningar og sýningarfélagsmanna, hátíðardagskrár, tónleikaraðar í anda Heitra fimtudaga í Deiglu og launa verkefnisstjóra í ½ starfi í fjóra mánuði. Dagskrá hátíðahaldanna mun standa yfir seinnipart ársins og gjarnan hefjast á Akureyrarvöku. Vegna hugmynda sem upp kunna að koma um smærri viðburði á Afmælisárinu má sækja um styrk til Menningarsjóðs Akureyrarbæjar.
-Sótt verður um Myndlistasjóð vegna ritunnar sögu Gilfélagsins. Þeir peningar mundi auk þess nýtast vegna undibúnings við Sögusýninguna.
2. Mikil óvissa er enn um notkunn gestavinnustofunnar á komandi ári.
Fram kom að félagið hefur tapað 25.000 kr vegna óhagstæðar gengisþróunar við endurgreiðslu á leigu til erlends listafólks sem ekki hefur séð sér fært um að ferðast til Íslands vegna farsóttarinnar.- Einnig kom fram að sýningu Alis Sigurðsson hefur verið frestað um óákveðinn tíma af sömu ástæðu.
3. Fram kom að smiðjurnar vegna Barnamenningarhátíðar gengu vonum framar.
Þrjátíu þáttakendur unnu þar af stökum áhuga og sýndu mikil tilþrif í sköpun og neituðu jafnvel að yfirgefa salinn eftir að smiðju lauk.- Stefnt er að fjórum helgarnámskeiðum næsta vor, helst er rætt um: grafík, vatnsliti, videó og málun.
Einnig var rætt hvort ástæða væri til að hafa barnanámskeið, spuna og módel.
Þarf frekari umfjöllun.-Guðmundur sagði frá sýningunni í Hälleforsnäs. Þar meiga sjö gestir vera inni í einu, þrjú verk hafa selst. Forráðamenn sýningarinnar stefna að Zoom fundi með Guðmundi Ármann og Heiðdísi Hólm 4. nóvember, við nemendur á unglingastigi skóla í Eskilstuna, sem gefst tækifæri á að spyrja út í sýninguna.-
Gjaldkeri stakk upp á því að hætt væri að rukka félagsgjöld af félagsmönnum sem ekki hafa borgað félagsgjaldið í þrjú ár eða meir. Því fylgji kostnaður en lítið sem ekkert hafist upp úr krafsinu. Þetta var samþykkt.
Fundi slitið,dagskrá tæmd.
F. hönd stjórnarAðalsteinn Þórsson.