Stjórnarfundur 15. janúar 2018
8. stjórnarfundur starfsárið 2018/19
Haldinn í Deiglunni 15. janúar kl 17:00
Mætt eru úr stjórn: Guðmundur Ármann, Sigrún Birna, Sóley Björk, Aðalsteinn, Ívar, Ingibjörg og Heiðdís á netinu.
Dagskrá:
Samstarfssamningur, endurnýjun.
Ingibjörg og Heiðdís taka að sér að að undirbúa umsókn um endurnýjun samstarfssmnings við Akureyrarbæ, þar sem farið verði fram á verulega hækkun.
Þrif, viðhald og húsvarsla í Deiglunni.
Þegar gert var útboð í þrif hjá endurnýjuðu Listasafni, var Deiglan ekki inni í því eins og verið hafði áður. Guðmundur Ármann kynnir sér hvað þrifin kostuðu og leitar tilboða í þrif einu sinni í viku á salernum og forstofu og tvisvar í mánuði á sýningarsal. Mjög er til baga að ekki sé hægt að bæta lýsingu í Deiglunni þar sem ljósabrautir eru orðnar heldur úr sér gengnar og nýjir lampar ófáanlegir.
Skrifstofupláss – nýting
Skrifstofurýmið sem losnaði þegar skrifstofur listasafnsins fluttu í nýja aðstöðu, býður upp á ýmsa notkun. Formaður sér fyrir sér að þar verði skrifstofuaðstaða fyrir stjórn, kaffi- og bókastofa, aðgangur að gögnum félagsins og listaverkum. Hugað verði að útleigu á lofti og svölum, fyrir starfsemi sem færi vel með starfssemi Gilfélags.
Grafíkverkstæði – næstu skref
Skrifa þarf bréf til stjórnar Akureyrarstofu og óska eftir framtíðarsýn þeirra um starf Gilfélagsins. Stefnt að því að bjóða fulltrúum til fundar um miðjan febrúar.
Guðmundur setur drög að bréfi inn á fb-hópinn.
Önnur mál
Huntenkunst 2020, sýning í Hollland í samstarf við Myndlistarfélagið. Aðalsteinn sagði frá því að Joris Rademaker hefur tekið að sér sýningarstjórn og hefur sett saman hóp fjögurra norðlenskra listamanna sem verða fulltrúar Íslands á sýningunni. Vinna er hafin við undirbúning.
Ársskýrsla, Heiðdís sagði frá nokkrum helstu atriðum. Nokkur aukning var á viðburðum og gestafjölda síðastliðið ár.
Endurvinnsludagur – framhaldslíf hluta – Ingibjörg og Sóley móta hugmynd að skiptimarkaði/vöruskiptum þar sem hlutir geti fengið nýtt líf hjá nýjum eigendum.
Gildagur 9. febrúar – Grafíkkynning, Guðmundur Ármann býður gestum og gangandi að glíma við einþrykk. Sigrún Birna verður til aðstoðar.
Námsskeiðahald í Deiglunni. Ræddar voru ýmsar hugmyndir námum tímalengd og Guðmundur ætlar að móta hugmyndir fyrir næst fund.
Uppgjör við Mak vegna leiklistarskólans – Ingibjörg er búin að senda reikning.
Fundi slitið 18:25