Aðalfundargerð 23. maí 2020
Aðalfundur Gilfélagsins
28. aðalfundur Gilfélagsins haldinn í Deiglunni 23. maí 2020 kl 13:00
Úr stjórn voru mætt: Guðmundur Ármann Sigurjónsson, Sóley Björk Stefánsdóttir, Ívar Freyr Kárason og Sigrún Birna Sigtryggsdóttir, Aðalsteinn Þórsson og Ingibjörg Stefánsdóttir
- Formaður lagði til að fundarstjóri yrði Sóley Björk Stefánsdóttir og fundarritari Sigrún Birna Sigtryggsdóttir, var það samþykkt.
- Skýrsla stjórnar
Guðmundur Ármann formaður flutti skýrslu stjórnar og sagði frá viðburðaríku starfsári Gilfélagsins. Starfsemin hefur nú einkum snúist um fimm þætti:
- Að reka og skipuleggja margvíslega menningarviðburði í Deiglunni, myndlistarsýningar, tónleika, danssýningar, upplestra og námsskeið svo eitthvað sé nefnt.
- Að halda utanum og úthluta listamönnum dvöl í gestavinnustofu sem og aðstoða gestalistamenninna þegar þeir eru komnir á staðinn.
- Að efla tengsl við erlenda listamenn og vinna að tengslum þeirra við nærsamfélagið, með reglulegum sýningum þeirra í Deiglunni
- Að vinna að auknu samstarfi við aðila og félög á sviði menninga og lista. Í þessu skyni hefur gilfélagið verið í samstarfi við aðila eins og Listasumar og Barnamenningarhátíð.
- Nýbreytni á þessu starfsári var að boðið var upp á fjögur námskeið á vegum félagsins, þrjú grafík námskeið og eitt vatnslita námskeið með erlendum kennara.
- Umræður um lið 2. Stuttar umræður um skýrslu stjórnar
4 Endurskoðaðir reikningar félagsins.
Ingibjörg Stefánsdóttir gjaldkeri fór yfir ársreikning Gilfélagsins.
Jónborg Sigurðardóttir spurði hvað gert yrði við rekstarafgang þessu árs, formaður svaraði því til að, það mundi ráðast af hvernig yfirstandandi samningarviðræður við Akureyrarstofu enda.
Jónborg kom þá með þá hugmynd að á afmælisárinu 2021 yrði fyrirtækjum gefinn kostur á að styrkja félagið um t.d. 300 þúsund og fá vinnustaðahópefli s.s.kynningu á grafík sem mótframlag.
Að loknum umræðum var ársreikningur samþykktur einróma.
5 Kosningar
Kosið var um tillögu stjórnarinnar að Guðmundur Ármann Sigurjónsson yrði áfram formaður Gilfélagsins.
Það var samþykkt einróma.
Kosið var um tillögu stjórnar að aðrir stjórnarmenn verði Aðalsteinn Þórsson og Heiðdís Hólm Guðmundsdóttir. Á seinna starfsári eru Ingibjörg Stefánsdóttir og Ívar Freyr Kárason.
Varamenn verði Arna Guðný Valsdóttir og Jana Salóme Ingibjargar og Jósefsdóttir. Var það samþykkt. Ný stjórn mun skipta með sér verkum á fyrsta fundi.
6 Ákvörðun um árgjald.
Stjórn lagði til að árgjaldið óbreytt kr 2500. Var það samþykkt.
7 Önnur mál.
- Þóra Karlsdóttir þakkaði samstarf Gilfélagsins og ARTAK .
- Guðmundur Ármann sagði frá samstarfi við Svíþjóð og fyrirhugaða sýningu þar.
- Grafíkverkstæðið – fundarmenn ræddu vítt og breytt um verkstæðis hugmyndina og stefnumótun félagsins.
Fundi slitið 14:15