Stjórnarfundur 30. júlí 2019
- stjórnarfundur starfsárið 2019/2020
Haldinn í Deiglunni 30.júlí kl 18:15
Mætt eru úr stjórn: Guðmundur Ármann, Ívar, Ingibjörg, Sóley og Sigrún Birna.
Stjórnarfundur í Gilfélaginu 30. júlí kl 18.15 í Deiglunni
Dagskrá:
- Námskeiðin í haust
Þrjú grafík námskeið og eitt vatnslita námskeið kennari breskur vatnslitamálari Keith Hornblower.Vatnslitanámskeiðið er 5. – 7. október
Grafíknámskeið sem er hugsað sem eitt námskeið, með þremur kennurum, Arna Valsdóttir, Valgerður Hauksdóttir og Guðmundur Ármann Sigurjónsson
Tími:
- 14. og 15. september
26. 27. og 28. október
1. 2. og 3. nóvember
Þetta eru helgar námskeið og hvert námskeið eru 17 tímar, eða 3 x 17 = 51 tími.
Áherslur:Fyrsta námskeiðið verður farið í grunn atriði varðand umgengni um áhöld og efni með áherslu á vistvæn efni. Þrykkt og hvernig er grafíkverk merkt. Ýmis grunnatrið, hvað er grafík og afhverju grafík.
Á námskeiði nr. 2 verður áherslan á hæðarprent, dúk- og tréristur ásamt ýmsum aðferðum við rélefprent.
Á síðasta námskeiðinu verður farið í fyrirbærið planþrykk, sem er einþrykk, prufaðir verða ýmsir pappírar og plötur, þrykkfletir sem unnið er með.
Námskeiðin eru hugsuð sem eitt námskeið og að nemendur hafi fengið nokkra vitneskju og reynslu í að vinna á grafíkverkstæði og geti nýtt sér mismunandi aðferðir við að vinna grafískt verk.
Auglýst sem heild fram að ákveðinni dagsetningu og ef ekki fyllist má auglýsa sem stök námskeið.
- Stefnumótunarvinna
Sóley, Ingibjörg og Ívar eru búin að setja niður drög að stefnumótun. Ákveðið að hittast á sér fundi til að skipta með sér verkum við að hafa samband við hópa sem standa í listsköpun og menningarstarfssemi.
- Samningarnir Gilfélagsins við Listasafnið og Akureyrarstofu,
Guðmundur hefur verið í sambandi við Kristinn hjá Akureyrarstofu og reynir að koma á fundi með honum ásamt Hlyni hjá Listasafninu.
- Ljósamálin.
Búið er að fá lampa gefins frá Minjasafni og frá JMJ verslun.
- Akureyrarvaka
Auglýsum Deigluna meðal félagsmanna . Ef ekki kemur eitthvað inn getum við verið með opið hús og leyft fólki að þrykkja. Þá væri hægt að auglýsa námskeiðin í leiðinni.
- Önnur mál
- Vinnudagur, stefnt að slíkum í byrjum september.
- Hljóðkerfi , Ívar leitar tilboða í einfalt kerfi, eða athugar með notað.
Fundi slitið 20:20