Stjórnarfundur 18. september 2018.
- stjórnarfundur starfsárið 2018/19
Haldinn í Deiglunni 18.september kl 18:15
Mætt eru úr stjórn: Guðmundur Ármann, Sigrún Birna, Ívar, Aðalsteinn og Ingibjörg og Heiðdís í tölvusambandi.
Dagskrá:
- Listasumar, Vildum við hafa gert eitthvað öðruvísi? Hvernig færum við til bókar kostnað Gilfélagsins,vinnuframlag og leigu.
Framlag Gilfélagsins var :Tvær helgar og 10 þriðjudagar, 190 þúsund í leigu. Það er framlag okkar.
Deiglan var í raun uppbókuð frá maí og fram í september, þannig að ekki var í raun þörf á því að Gilfélagið væri að koma með viðburði þar sérstaklega.
Kannski er betra að bjóða uppá Deigluna á tímabilum þegar minna er um að vera og Deiglan er laus, eins og t.d. á vetrarmánuðum.
- Sænska sýningin, hvernig tókst til, flutningur á verkunum til Reykjavíkur og hvernig endurgjöldum við heimsóknina.
Sýningin tókst vel til, margir luku á hana lofsorði og aðstandendur eru mjög sáttir. Nú er beðið eftir því hvenær sænski sendiherrann getur tekið við sýningunni til uppsetningar í sendiherrabústaðnum.
Ingibjörg hefur boðist til að keyra með sýningarmuni suður, þar sem nokkrum hlutum var ekki nógu vel pakkað fyrir flutning með pósti. Allir samþykkir því og að Gilfélagið greiði eldsneytiskostnað.
Ef til vill gætum við sett saman hóp sem myndi endurgjalda þeim sýninguna með sýningu með álíka þema, eining manns og náttúru. Gott væri að setja saman valnefnd eða fá sýningarstjóra til að velja saman hóp. Leggjum höfuðið í bleyti til næsta fundar.
- Lístamessa í Hollandi 2020/ Huntenkunst.org
Aðalsteinn Þórsson, sagði frá því að Salman Ezzammoury sem var gesta listamaður hjá okkur í ágúst, hefur tengingar við http://www.huntenkunst.org/en/ sem er listamessa í bænum Ulft í Hollandi. Á þessari listamessu er alltaf einu landi boðin þátttaka á sérstakri sýningu. Ísland getur verið árið 2020 og boðið um það er eiginlega í höndum okkar Gilfélaga. Svo er alltaf hægt fyrir einstaklinga að sækja um fyrir næsta ár.
Ákveðið var að Steini taki að sér að kynna stjórn Myndlistarfélagsins verkefnið og athugi hvort þau hefðu áhuga á að vinna að slíkri sýningu með eða í stað Gilfélagsins.
- Leiklistarskóli LLA.
Gilfélaginu barst eftirfarandi tilboð sem tekið var með fyrirvara um samþykki stjórnar.
Marta Nordal <marta@mak.is>
mán. 13.8.2018, 15:29
Sæl Sigrún
Ég veit að þið Jenny skólastjóri LLA eruð búnar að tala saman en við höfum mikinn áhuga á að leigja af ykkur rými í vetur fyrir Leiklistarskóla LA.
Við þurfum amk 2 daga í viku frá kl. 16-21. Jenný sér um að skipuleggja kennsluna en við byrjum ca 10. september og kennslu lýkur seinnihluta nóvember og þá er lokasýning í Samkomuhúsinu.
Seinni önnin er frá ca jan/feb- mai en Jenný er með nánari dagsetningar
Við bjóðum ykkur 8000 á viku. Hvernig hljómar það?
Þetta kom svo frá Jenný Láru skólastjóra LLA: Góðan daginn, Þá er leiklistarskólinn að fara af stað. Við byrjum kennsluna 10. september og kennum í 12 vikur. Við yrðum allavega síðustu vikuna í Samkomuhúsinu, jafnvel síðustu tvær. Þannig við erum að tala um 10-11 vikur frá 10. september. Við myndum vilja vera á mánudögum og miðvikudögum hjá ykkur frá kl. 16:00 – 20:00. Ef það verður mikil skráning þá gætum við þurft að vera til kl. 21:30 á miðvikudögum.
Stjórn samþykkir tilboð um 8000 kr. á viku, Sigrún kemur á fundi formanns og gjaldkera og Mörtu leikhússtjóra.
- Gestavinnustofan og annað sem þarf að gera.
Vinnufundur ákveðinn fimmtudaginn 20. sept, Þrif á bakaraofni og yfirferð á íbúð 16:30-18.
- Grafíkverkstæðið, flutningur á grafíkpressunni sem Jóhanna Bogadóttir gaf okkur og styrkumsókn.
Guðmundur er að leita tilboða í flutninginn á pressunni norður. Guðmundur hefur einnig verið að reynda að ná á Guðríði hjá Fasteignum bæði til að fá svör varandi breytingar á Deiglunni, sem og þrif sem eru dottin út núna eftir breytingar hjá Listasafni.
Heiðdís er að undirbúa umsókn til Uppbyggingarsjóðs Eyþings og fleiri sjóði til undirbúning og standsetningu verkstæðis.
- Önnur mál:
- Jólamarkaður? Samþykkt að bjóða upp á jólamarkað, laugardaginn 1. og 8. desember 14 – 17. Tilkynna þarf á eitt netfang gilfelag@listagil.is
- Gisting fyrir Susan Singer helgina 10. – 12 nóv. Guðmundur sækir um stuðning til Backpackers.
Gilfélag borgar flutning á efni og tekur 20% af hagnaði ef einhver verður. - Umsjón með október og nóvember listamanninum. Guðmundur tekur október og Sigrún nóvember.
- Hvað líður yfirlýsingu Myndlistafélagsins og Gilfélagið um stöðu Myndlistaskólans. Ályktun birtist a.m.k. í Vikudegi og á Kaffid.is
- Tomas Colbengtson /Tryggingarfélag hans er að sækja skaðabætur fyrir hans hönd vegna verks í póstinum.
Fleira ekki gert og fundi slitið 20:11 Sigrún Birna