Stjórnarfundur 6. maí 2020
9. stjórnarfundur starfsárið 2019/2020
Haldinn í Deiglunni 6. maí 2020 kl 16:30
Mætt eru úr stjórn: Guðmundur Ármann,Aðalsteinn, Ingibjörg, Sigrún Birna og Heiðdís á netinu Ívar kom um 17.00.
Dagskrá:
- Aðalfundarundirbúningur
- Reikningar eru að verða tilbúnir.
- Skýrsla stjórnar er tilbúin.
- Talað hefur verið við nokkra aðila um að taka sæti í stjórn og mun það skýrast á næstu dögum hverjir gefa kost á sér.
2. Samningsdrög Gilfélags og Akureyrarstofu
- Guðmundur, Ingibjörg og Aðalsteinn skipa starfshóp til að vinna áfram með samningsdrögin frá Þórgný.
- Mikilvægt að leggja áherslu á viðurkenningu á framlagi félagsins til uppbyggingar Deiglunnar, kveðið á um árlegan styrk/framlag, ákvæði um húsvörslu og þrif og síðast en ekki síst, leyfi til minniháttar breytinga á húsnæði til að þjóna starfssemi sem félagið vill starfrækja.
3. Gestavinnustofan og Deiglan:
- Tapast hefur a.m.k. 6 mánaða leiga vegna Covid 19.
- Fyrirpurn hefur borist vegna gestavinnustofu í júlí, samþykkt að leigja mánuðinn á 80 þúsund og auglýsa júní.
- Deigluna þarf að þrífa fyrir sýningu 16. maí, Guðm,Ingibjörg og Sigrún hittast mánudaginn 11. maí.
- Einnig þarf að hittast og laga til í gestavinnustofu.
- Mikilvægt væri að koma á Deiglunefnd, samráðsvettvangi þar sem grasrótaraðilar í gilinu hittust og ræddu viðburði og nýtingu Deiglunnar.
4. Barnamenningarhátíðin,
Styrkur fékkst og fóru Guðmundur og Sigrún Birna á fund Almars umsjónarmanns Barnamenningarhátíðar á Akureyri, þann 11. mars og ræddum fyrirkomulag viðburða á hátíðinni. Hátíðinni var frestað vegna covid 19 og nú er beðið skilaboða frá Akureyrarstofu. Í Reykjavík hefur verið ákveðið að hátíðarviðburðum verði dreift á tímabilið 4. maí til 15. ágúst.
5 Önnur mál
- Ákveðið að greiðsla til Heiðdísar vegna grafíkvinnu/tölvusamskipti verði 60 þúsund.
- Bærinn ætlar að leggja nýja hitalögn í gangstétt, affallsvatn fer í gegnum hitaveitugrind í ruslageymslu. Því voru lyklar að henni endurnýjaðir.
- Guðmundur greindi frá Zoom fundi sem hann tók þátt í um stöðuna í menningarlífinu á tímum Covid. Allstaðar er staðan slæm og ægilega mikil skriffinnska að sækja um styrki. Í farvatninu hjá Akureyrarstofu er viðburðasjóður til að bregðast við ástandinu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 18:00