Stjórnarfundur 2. ágúst 2018
4. stjórnarfundur nýrrar stjórnar starfsárið 2018/19
Haldinn í Deiglunni 2. ágúst kl 18:15
Mætt eru úr stjórn: Guðmundur Ármann, Sigrún Birna, Sóley Björk og Aðalsteinn og Ingibjörg.
Dagskráin:
- Undirbúningur fyrir sýningu Sænsku listamannanna sem opnar 1. sept. og er til 9.
Skipta með okkur verkum, úbúa kynningarefni, þýðingar, yfirseta, uppsetning ,opnun, undirbúa einhverskonar mótttöku. Guðmundur sendir bréf til formanns bæjarráðs/nýja bæjarstjórans og óska eftir að önnur hvor þeirra opni sýninguna. Hadda listakona býðst til að hjálpa til við þýðingar, Guðmundur sendir textann til Höddu og Sigrúnar
2. Listasumar: Hvernig gengur með listasumarsdagskrána – Allt hefur gengið að óskum, Guðmundur hefur séð um salinn og Ingibjörg um að halda geymslunni í formi. Fram kom hugmynd að hækka leigugjald um 5000 sem væri n.k. þrifa/frágangsgjald sem menn mundu fá endurgreitt ef frágangur væri til fyrirmyndar.
3. Önnur mál:
a )Leiklistarskóli LLA: Sigrún Birna sagði frá samskiptum við Jennýju Láru um leiklistarskóla LLA. Stefnt að fundi með henni fljótlega.
b ) Aðalsteinn spurði út í samskipti við gestalistamenn, þegar við erum að taka á móti þeim. Raunar eiga þeir að sjá um allt sjálfir nema við sjáum um drykkjarföng á opnunum.
- c) Ingibjörg sagði frá símareikningum og reikningum frá Advania sem berast í hverjum mánuði og ekki er á hreinu fyrir hvað við erum að borga. Sóley ætlar að skoða þetta með Ingibjörgu.
- d) Sóknarskáld – Ingibjörg stakk upp á ljóðakvöldum einusinni í mánuði á virku kvöldi í vetur með þessu unga fólki. Allir samþykkir.
e ) Ingibjörg hefur verið í sambandi við Héraðskjalasafn varandi gögn í kjallara. Samkvæmt skjalafulltrúa er nóg að varðveita eitt eintak af gögnum.
f ) Kaupa þarf málningu. Guðmundur skiptir við Slippfélagið/Ívar.
g ) Pakki með listaverkum Tomasar Colbertssonar er týndur í Tollinum í Gautaborg. Gilfélagið gæti verið skaðabótaskylt gagnvart Tomasi. Félagið þarf að hafa samband við lögfræðing og sækja skaðabætur til póstsins.
Fleira ekki gert og fundi slitið 20:15 Sigrún Birna