Stjórnarfundur 11. ágúst 2020
Fundargerð stjórnarfundar í Gilfélaginu, Kaupvangsstræti 23 þann 11. ágúst, 2020.
Mætt voru: Aðalsteinn Þórsson, Arna G. Valsdóttir, Guðm Á. Sigurjónsson, Heiðdís H. Guðmundsdóttir um fjarfundarbúnað og Ingibjörg Stefánsdóttir.
Á dagskrá voru eftirtalin mál:
1 Ákvörðun um notkunn gestavinnustofu á tímum farsóttar.
2 Áframhaldandi námskeiðahald.
3 Önnur mál.
- Ruslageimslan
- Samningur við Akureyrarstofu
- Afmælisátið 2021
- Framkvæmdir vegna grafíkverkstæðis?
1. Vegna óvissu um framhald ferðatakmarkanna og framhald COVID19. Var ákveðið að auglýsa innanlands eftir notendum fyrir gestavinnustofu með sömu skilmálum og áður hefur verið gert fyrir það sem eftir stendur af ágúst og út nóvember.-Vegna umsókna fyrir 2021 er því beint til valnefndar að velja listafólk sem búsett er í landinu fyrir fyrstu fjóra mánuði þess árs.-Viðhafðar verða sömu reglur um staðfestingargjald og verið hafa. Með fullri vitund um heimild til endurgreiðslu vegna sérstakra aðstæðna.
2. Ákveðið var að sækja um til Uppbyggingarsjóðs vegna námskeiða sem haldin verða á vordögum 2021. Nánar ákveðið síðar. Styðst verður við fyrri umsókn um námskeiðahald.
3.
- Guðmundur Ármann hefur lagt fram tillögu um að byggja nýja sorpgeymslu í skotinu vestan við Gestavinnustofu. Beðið er samþykktar húsfélags.
- Beðið er svara frá Akureyrarstofu við tillögum Gilfélagsins vegna útektar á eignahlut félagsins í Deiglu og gestavinnustofu.
- Reifaðar voru hugmyndir vegna afmælisársins á næsta ári. t.d. um ritun á sögu félagsins, yfirlitssýningu á sögu félagsins og að sækja þurfi um styrk vegna umsvifa á afmælisári.
- Ákveðið var að halda fyrirætlunum upsetningu grafíkverkstæðis til streitu og að sækja þurfi um styrk til framkvæmda til uppbyggingasjóðs Norðurlands-Eystra fyrir árið 2021.
- Einnig kom fram að halda skuli almennann fund í Gilfélaginu um miðjan september til að taka stöðuna, kynna dagskrána og sækja hugmyndir hinns almenna félagsmanns t.d. hlutverk félagsins, framtíðarstarfsemi og afmælisárið.
- Farið var yfir stöðuna á tilraunakvöldunum og ákveðið að setja þau á pásu tímabundið, vegna óvissu með faraldurinn.
F. hönd stjórnarAðalsteinn Þórsson.