Stjórnarfundur 7. september 2020
Fundargerð stjórnarfundar í Gilfélaginu, Kaupvangsstræti 23, 7. september, 2020.Mætt voru: Aðalsteinn Þórsson, Arna G. Valsdóttir, Guðm Á. Sigurjónsson, Heiðdís H. Guðmundsdóttir um fjarfundarbúnað, Ingibjörg Stefánsdóttir og Jana Salóme Ingibjargar og Jósefsdóttir.Á dagskrá voru eftirtalin mál:
- Almennur félagsfundur.
- Dagskrá.
- Styrkumsóknir.
- Námskeið í haust, vor.
- Gestavinnustofan.
- Fyrirkomulag þriðjudagsfyrirlestrana í haust.
- Staðan í samningum milli Akbæjar og Gilfélagsins.
- Barnamenningarhátíðin í október.
- Önnur mál: Ruslageimslumálið, sorpflokkun og frágangur pressu.
1. Ákveðið var að halda almennan félagsfund í Deiglunni 21. september nk. kl. 20.Ákveðið var að kaupa auglýsingu vegna fundarinns til að auka sýnileikann og hvetja til þáttöku í starfinu.2. Fundinum er fyrst og fremst ætlað að taka stöðuna á félaginu á 30 ára afmælisárinu og heyra hljóðið í félagsmönnum, en jafnframt að koma hátíðahöldum og viðburðum vegna afmælisins í farveg.3.
- Ákveðið var að sækja um styrk til Uppbyggingasjóðs Norðurlands-eystra vegna afmælissýningarinnar v. 30 ára afmælis Gilfélagsins.
- Til Menningrsjóðs Akureyrar og Myndlistasjóðs v. ritunar sögu Gilfélagsins. Einnig var reifuð sú hugmynd að búa til verkefni á Karolína- fund til að afla tekna við bókarútgáfuna.
- Fram kom að námskeið hafi hafi hingað til staðið undir sér og því ætti ekki að vera nauðsynlegt að sækja um styrki vegna þeirra.
4. Ákveðið var að halda tvö til þrjú 15 tíma námskeið á vordögum 2021. Tilboð hefur komið í silkiþrykks námskeið. Ákvörðun um námskeiðin verður tekin síðar.
5. Fram kom að október og nóvember nk. eru lausir á gestavinnustofunni en desember væntanlega á áætlun. Fyrir árið 2021 bárust 33 umsóknir. Janúar og febrúar var úthlutað til listamanna búsettra á Íslandi en afgangurinn af árinu til listafólks alstaðar að úr heiminum.
6. Ákveðið var að í fjarveru gestalistamannana myndu Guðmundur Ármann og Aðalsteinn Þórsson taka að sér þriðjudagsfyrirlestrana fyrir hönd félagsins á komandi hausti.
7. Tilboð Akureyrarstofu að nýjum samning vegna húsnæðis Kaupvangstr. 23. hljóðar upp á 75.000 kr leiga á mán. Gegn 650.000 kr styrk f. bænum á ári. Sem félagið hefur að sínu leiti samþykkt gegn því að fá að vinna í húsnæðinu að gerð grafíkverkstæðis. Beðið er samþykkis stjórnar Akureyrarstofu.
8. Gilfélagið mun taka þátt í Barnamenningarhátíð með skapandi vinnustofu í Deiglu undir umsjá G. Ármanns og S. Sigurbjörnsdóttur eins og síðast.
9. Nýja sorpgeymslan er í farvegi og reiknað er með að fulltrúi bæjarins í húsfélagi tryggi því góða lendingu. Ingibjörg fékk það hlutverk að koma sorpflokkun í Deiglu í viðunandi horf. Eins var ákveðið að koma þurfi hjólum undir grafíkpressu sem nú stendur á bretti. Guðmundur og Finnur munu taka það að sér.
F. hönd stjórnarAðalsteinn Þórsson.