Aðalfundargerð 26. maí 2019
Aðalfundur Gilfélagsins
- aðalfundur Gilfélagsins haldinn í Deiglunni 26. maí 2019 kl 14:00
Úr stjórn voru mætt: Guðmundur Ármann Sigurjónsson, Sóley Björk Stefánsdóttir, Ívar Freyr Kárason og Sigrún Birna Sigtryggsdóttir og Aðalsteinn Þórsson
- Formaður lagði til að fundarstjóri yrði Sóley Björk Stefánsdóttir og fundarritari Sigrún Birna Sigtryggsdóttir, var það samþykkt.
- Skýrsla stjórnar
Guðmundur Ármann formaður flutti skýrslu stjórnar og sagði frá viðburðaríku starfsári Gilfélagsins. Starfsemin hefur nú einkum snúist um fjóra þætti:
- Að reka og skipuleggja margvíslega menningarviðburði í Deiglunni
- Að halda utanum og úthluta listamönnum dvöl í gestavinnustofu.
- Að efla tengsl við erlenda listamenn og vinna að tengslum þeirra við nærsamfélagið, með reglulegum sýningum þeirra í Deiglunni
- Að vinna að auknu samstarfi við aðila og félög á sviði menninga og lista.
Skýrslu stjórnar má lesa í heild sinni HÉR
- Umræður um lið 2. Stuttar umræður um skýrslu stjórnar
- Aðalsteinn benti á að Deiglan væri á vissan hátt erfitt sýningarrými og sérstaklega tekið til að lýsingu sé ábótavant.
- Umræðan eða skortur á henni getur verið tvíbent sverð og mikilvægt að lokal listamenn sitji við sama borð og þeir sem koma lengra að.
4 Endurskoðaðir reikningar félagsins.
Þóra Karlsdóttir, skoðunarmaður fór yfir ársreikning Gilfélagsins í fjarveru Ingibjargar Stefánsdóttir gjaldkera
Að loknum umræðum voru skýrsla stjórnar og ársreikningur samþykkt einróma.
5 Ákvörðun um árgjald.
Stjórn lagði til að árgjaldið óbreytt kr 3000. Var það samþykkt.
6 Kosningar
Kosið var um tillögu stjórnarinnar að Guðmundur Ármann Sigurjónsson yrði áfram formaður Gilfélagsins.
Það var samþykkt einróma.
Kosið var um tillögu stjórnar að aðrir stjórnarmenn verði þeir sömu og verið hafa. Ingibjörg Stefánsdóttir, Ívar Freyr Kárason til tveggja ára og Sigrún Birna Sigtryggsdóttir til eins árs. Varamenn verði Heiðdís Hólm Guðmundsdóttir og Sóley Björk Stefánsdóttir. Var það samþykkt. Ný stjórn mun skipta með sér verkum á fyrsta fundi.
- Lagabreytingar:
Stjórn félagsins leggur til breytingar á 7. grein laga Gilfélagsins.
Greinin sem nú er svohljóðandi: Aðalfund félagsins skal halda fyrir lok maímánaðar ár hvert. Aðalfund skal boða skriflega með 14 daga fyrrivara, og gildir dagsetning póststimpils. Einnig og skal auglýsa hann í einum prentmiðli og á veraldarvefnum. Aðalfundaboði skal fylgja dagskrá og tillögur um lagabreytingar, sem þurfa að hafa borist stjórn félagsins áður en aðalfundarboð er sent út.
Verði svohljóðandi:
Aðalfund félagsins skal halda fyrir lok maímánaðar ár hvert. Aðalfund skal boða með 14 daga fyrirvara og skal hann auglýstur í einum prentmiðli og á veraldarvefnum. Geta skal þess í aðalfundarboði ef tillögur um lagabreytingar liggja fyrir fundinum og skulu slíkar tillögur hafa borist stjórn áður en aðalfundarboð er sent til birtingar. Gögn fyrir aðalfund, þar með talið lagabreytingatillögur, skulu vera aðgengileg á vefsvæði félagsins 14 dögum fyrir fund.
Lagabreytingar voru samþykktar með öllum greiddum atkvæðum.
- Önnur mál.
- Jónasína Arnbjörnsdóttir spurði hvort fyrirhugað væri samstarf við Hið íslenska vatnslitafélag sem var stofnað í vetur. Formaður taldi það allsekki ósennilegt að Gilfélagið gæti komið að samstarfi og vísar málinu til stjórnarfundar.
- Samstarfssamningur ARTAK og Gilfélagsins um gestavinnustofur.
Eftirfarandi samstarfssamningur var undirritaður á fundinum.
Artak.ehf og Gilfélagið gera með sér eftirfarandi samstarfsamning.
Félögin verða í samvinnu með Gestavinnustofur, Gilfélagið á Akureyri og Artak350 Residency á Grundarfirði.
Samstarfið felst í því:
1.Bjóða 2020 einum listamanni á tvennu dvöl, sem byrjar eða endar hvort heldur sem er í Grundarfirði eða á Akureyri. Samtals tveir mánuðir sem endar á afrakstursýningu.
2.Félögin munu bæði beina þeim/benda þeim listamönnum sem sækja um en komast ekki að hjá viðkomandi félagi á hinna gestavinnustofuna. (boðið verður að áfram senda umsóknina)
3.Þessi deiling fer fram á facebook og í e-mail og skuldbinda sig báðir aðilar að vera virkir, og eiga í samskiptum og deila upplýsingum.
4.Gilfélagið býður gestalistamönnum í Artak350 Residency að sýna í Deiglunni í lok dvalar á Grundarfirði og borga listamenn sama verð fyrir salinn og félagsmenn. Sýningarstjóri verða Þóra Karlsdóttir.
5.Vilji beggja aðila til að leita eftir norðurlanda samstarfi og sækja sameiginlega styrki KKN, og verður það skoða 2020-2021. Fá til liðs við sig önnur norðurlönd varðandi hringferð/skipti samning um gestalistamenn, námskeið og sýningar. Hugsanlega stofna sérstaka nefnd sem héldi utan um verkefnið. Einnig væri hægt að sækja um styrk fyrir undirbúningi, til að koma þessu á laggirnar.
- Samningurinn er uppsegjanlegur að ári.
Akureyri, 24.maí 2019
……………………….
- Grafíkverkstæðið – Aðalsteinn Þórsson spurði út í stöðu mála varðandi grafíkverkstæðið. Formaður hefur fengið það svar frá Akureyrarstofu að nú sé beðið svara frá Umhverfis- og mannvirkjasviði bæjarins.
Fundi slitið 15:25