Stjórnarfundur 12. febrúar 2020
9. stjórnarfundur starfsárið 2019/2020
Haldinn í Deiglunni 12. febrúar 2020 kl 18:15
Mætt eru úr stjórn: Guðmundur Ármann, Ingibjörg, Sigrún Birna og Heiðdís á netinu
Dagskrá
- Undirbúningur fyrir aðalfund
Aðalfundur laugardaginn 23.maí kl 13:00
Undirbúningur efnahagsreiknings, ættum að hittast og fara yfir reikninga og aðgreina gestavinnustofu.
Skýrsla stjórnar, Heiðdís ætlar að taka saman viðburði síðasta starfsárs. Guðmundur tekur saman drög og sendir á stjórn.
Stjórnarframboð: Fólk er að hugsa sinn gang og leitar að nýjum kandídötum.
- Áherslur og tillögur varðandi samkomulag milli Gilfélags og Akureyrarbæjar
Lögð verður áhersla á að gera leigusamning með áherslu á að fá að setja upp grafík verkstæði.
- Gestavinnustofan
Skerpa þarf á reglum um hversu mikla aðstoð gestalistamenn fá frá okkur,
Guðmundur leitar tilboða um prentun á póster og sýningaskrá
Heiðdís skerpir á reglum um upphengingar og prentun.
Þurfum að muna að innheimta þrifagjaldið
Leiðbeiningar um loftun á baðherbergi – kaupa ryksugupokar, hárþurrku ofl.
- Svíðjóðarsýningin: Góður gangur í undirbúningi og búið að sækja um 300 þús kr styrk Menningarsjóðs Akureyrar.
- önnur mál
- Útleiga á vinnurými í Deiglu. Bjóðum áframhaldandi samning til hausts.
- fjölgun viðburða í Deiglu – allir leggi höfuðið í bleyti
- Barnamenningarhátíð
Sótt var um styrk til , svar hefur ekki borist, færa viðburðinn til sumardagsins fyrsta
Fundi slitið 20.00