Stjórnarfundur 13. janúar 2021
Stjórnarfundur í Gilfélaginu 13. janúar 2021, í húsnæði félagsins Kaupvangsstræti 23 á Akureyri.
Fundargerð:Fundinn sátu Aðalsteinn Þórsson, Arna G. Valsdóttir, Guðmundur Á. Sigurjónsson og Heiðdís Hólm Guðmundsdóttir um fjarfundarbúnað.
Dagskrá: 1 Staða styrkumsókna til Sóknaáætlunar Landshlutanna og Myndlistasjóðs.
2 Staðan á Gestavinnustofu og Deiglu.
3 Fyrirhuguð námskeið með haustinu.
4 Undirbúningur viðburða vegna afmælisársins.
1
- Beðið er niðurstöðu umsóknar til Sóknaráætlunnar vegna Afmælisársinns.
- Ákveðið var að Guðmundur, Arna og Heiðdís myndu hafa umsjón með umsókn til Myndlistasjóðs vegna ritunnar sögu Gilfélagsins. Gera kostnaðaráætlun og hafa samband við ritara sagnfræði rita vegna verkefnisins, óformlega að svo stöddu. Umsóknarfrestur er til 18. febrúar.
2
- Ágústa Björsdóttir er gestalistamaður janúarmánaðar hún sýnir í Deiglunni síðustu helgi í janúar.
- Hafdís Helgadóttir er listamaður febrúarmánaðar.
- Mars listamaðurinn sem er rúmensk vill endur bóka vinnustofuna fyrir mánuð 2022.
Gestavinnustofan verðir því auglýst laus til umsóknar í Mars á sama verði og síðast 80.000 kr.Fyrstur kemur fyrstur fær, svo fremi að um vinnustofu dvöl sé að ræða.
- Sýning Alis Sigurðsson í Deiglunni mun ekki eiga sér stað fyrr en fjöldatakmörkunum vegna COvid 19 verður aflétt.
- Leiklistarskóli MAK leigjir Deigluna frá 19. jan. mánudag til fimtudags frá kl.17 -19 fram á vor. Þau þurfa að skilja þannig við Deigluna að ekki trufli aðra starfsemi. Leigan er 30.00 kr. á mánuði en gæti hækkað ef þrifakostnaður reynist verulegur.
- Gladiator ritlistaskólinn mun nota skrifstofu húsnæðið frá 1. mars og stendur í 6 vikur. (Dagsetningar eru eitthvað á huldu enn.) leigan verður 20.000 kr. á mánuði.
- Þrjú Tilraunakvöld í listum sem ekki tókst að klára í haust vegna samkomutakmarkana eru á döfinni í vor og verða haldin þegar ekki verður önnur starfsemi í salnum. Tilraunakvöldin eru samstarfsverkefni Gilfélagsins og Myndlistafélagsins.
3
- Ákveðið var að halda 3. grafíknámskeið í haust. Minnst eitt með listamanni af svæðinu. Námskeiðin munu standa undir sér með greiðslu frá þáttakendum. Framkvæmdin verður á hendi Guðmundar.
4
- Stofna á Facebook hópinn Gilfélagar til að afla hugmynda og aðstoðar vegna 30 ára afmælisársins. Heiðdís sér um það. Einnig verður sendur póstur á alla félaga og óskað þáttöku í framkvæmdanefnd og annarar liðveislu vegna Afmælisársins.
- Guðmundur Ármann mun ekki gefa kost á sér sem formaður félagsins á næsta aðalfundi. Hann hvetur fólk til að huga að eftirmanni sínum.
- Sýningin í Hälleforsnäs í Svíþjóð er komin heim, einungis á eftir að leysa hana úr tolli. Islandsfärger hét hún og var samsýning níu listamanna sem eru allir félagsmenn í Gilfélaginu.
Dagskrá tæmd.Aðalsteinn Þórsson.