Stjórnarfundur 17. ágúst 2021
Stjórnarfundur 17.08.2021
Stjórnarfundur Gilfélagsins Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri.Fundurinn var haldinn 17.08.2021Mættir: Aðalsteinn Þórsson, Erika Lind Isaksen, Heiðdís Hólm Guðmundsdóttir og Arna G. ValsdóttirDagskrá:
- Dagsetningar og viðburðir á afmælishátíð.
- Pósthólfin, verkefnaskipting.
- Gestavinnustofa: Valnefnd og staða.
- Framtíðarstarfið.
- Önnur mál.
- Dagsetningar og viðburðir á afmælishátíð.
Stjórn Gilefélagsins hefur að höfðu samráði við Guðmund Ármann samþykkt að fresta Sögusýningu fram í janúar 2022. Guðmundur Ármann og Ingibjörg Stefánsdóttir sitja í undirbúningsnefnd og samþykkir fundurinn að Ragnheiði Björk Þórsdóttur sé boðið að sitja með þeim í nefndinni.Haft var samband við Arndísi Bergs varðandi skrif um Gilfélagið í tengslum við Sögusýninguna. Hún hefur ekki möguleika á því að skrifa en segir stjórninni velkomið að birta texta eftir hana sem er í ritinu Söfn á Íslandi.
Félagasýningin flyst einnig frá september til 14.október – 20.okt. Afmælisfagnaður yrði í tengslum við félagasýninguna laugardaginn 16.okt.Félagasýningin hefur það markmið að “Halda uppá fjölbreytileikann í félaginu” og reiknum við með einu verki á mann. Verkin geta verið af ýmsum toga enda gilfélagið þvert á listgreinar.
Aðalsteinn tekur að sér að skrifa texta til að bjóða félagsmönnum að vera með.E rika tekur að sér yfirlestur og Heiðdís sendir út póst.T ilkynna þarf þátttöku fyrir 1.okt. Gott væri að búa til fb. hóp þar sem fólk gæti merkt sig inn. Listi yfir félagsmenn er á heimasíðu. Heiðdís og Ingibjörg halda utanum listann.
Tvennir tónleikar verða í september. Þeir fyrri eru tónleikar Populus Tremula 11.sept og þeir seinni eru tónleikar frá Gúlaginu – 18.sept. Það þarf að panta auglýsingar í Dagskrá tímanlega. Við höfum samband við Aðalstein Svan varðandi auglýsingu fyrir Populus Tremula. Erika sér um að hanna auglýsingar fyrir Félagasýningu og Sögusýningu í samvinnu við stjórn. Stjórn kemur efni til Heiðdísar sem sendir út. Það þarf að tilkynna Populus mönnum að ekkert annað sé í salnum varðandi Birgi og lýsingu.
Varðandi afmælishátíð er vert að koma á tengslum við akureyri.net og kaffid.net Og einnig við N4.
2. Pósthólfin, verkefnaskipting.
Arna og Aðalsteinn taka að sér að fylgjast með pósthólfi félagsins gilfelag@gmail.com.Efni í tengslum við fjölmiðla áframsendist til Heiðdísar. Heiðdís sér um pósthólfið í tengslum við gestavinnustofuna. Hún sér einnig um að halda utanum heimasíðuna.
3. Gestavinnustofa: Valnefnd og staða.
Gestavinnustofan er bókuð fram í desember en þá hefst nýtt tímabil sem valnefnd hefur skilað af sér tillögu um hvernig sé úthlutað. Aðalsteinn tekur að sér að vera tengiliður listamanns í september og Erika í október og nóvember. Spurning hvort aðrir í stjórn vilji taka að sér annan hvorn máuðinn. Valnefnd þetta haustið hefur lokið störfum og kom Helga Margrét Jóhannesdóttir inn sem afleysing fyrir Sóleyju Björk sem er upptekin þetta haustið en kemur aftur í næstu úthlutun. Það var ánægjulegt að fá Helgu Margréti til starfa og vonandi mun hún áfram taka þátt í starfi Gilfélagsins. Nefndin hefur starfað vel og almenn jákvæðni er gagnvart starfi hennar.
4. Framtíðarstarfið. Hvert erum við að fara?
Opin umræða skapaðist um möguleika til að efla starf félagsins og virkja Deigluna. T.d. var rætt um stöðu mála varðandi grafíkverkstæðið. Samningur okkar við Akureyrarstofu rennur út 1.jan 2022 og vert að huga að því sem koma skal. Mikilvægt að við getum sannfært bæinn um að ef við fáum rými og stuðning til að breyta og bæta mun það skapa hagsæld bæði andlega og efnislega. Umræða spannst um hvort félagið gæti staðið að opinni akademíu. Að við séum miðstöð skapandi einstaklinga og þankagangs.
5. Önnur mál.
Stjórnin ræddi það mikla starf sem Heiðdís hefur haldið utanum fyrir félagið. Hún vill smámsaman koma ákveðnum verkefnum yfir til annara stjórnarmanna eins og t.d. pósthólfið sem Arna og Steini hafa nú tekið að sér. Þau verkefni sem Heiðdís hefur séð um eru t.d.:
Pósthólf félagsins. Pósthólf gestavinnustofunnar, Samskipti við Ak.stofu, Fjölmiðlar, Heimasíða, Dagatal, Póstlisti, Gestalistamenn Umsóknir Samskipti við valnefnd.
Stjórn leggur til að Heiðdísi sé greidd þóknun fyrir störf sín og mun ákveða upphæð í samvinnu við gjaldkera.
Heiðdís nefnir í lok fundar að hefð hafi skapast fyrir því að lesa síðustu fundargerð upp í byrjun stjórnarfundar. Stjórn samþykkir að halda því áfram.
Gladiator skólinn hefur óskað eftir að fá inni eins og í fyrra og hefur fengið samþykki.
Fundi slitið