Stjórnarfundur 3. september 2019
- stjórnarfundur starfsárið 2019/2020
Haldinn í Deiglunni 2.september kl 18:15
Mætt eru úr stjórn: Guðmundur Ármann, Ívar, Ingibjörg, Sigrún Birna og Heiðdís á netinu.
Dagskrá:
- Grafíknámskeið hluti I
Valgerður Hauksdóttir verður með þennan fyrsta hluta Grafíknámskeiðsins ,13. – 15. september. Kennt verður í húsakynnum VMA , þar sem Deiglan var tvíbókuð.
Ellefu er skráðir á námskeiðin, þar af níu á alla þrjá hluta þess. Ákveðið var að þátttakendur fyrftu að vera búnir að greiða staðfestingargjald (10 þús fyrir hvern hluta) fyrir 10. sept.
- Hugmyndir Akureyrarstofu um sölu/ leigu á Deiglunni – viðbrögð Gilfélags.
Bókun Akureyrarstofu:
Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar Akureyrarstofu 2020
2019050308
Umræða um starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar Akureyrarstofu fyrir árið 2020.
Í aðdraganda fjárhagsáætlunarvinnu vegna ársins 2020 vill stjórn Akureyrarstofu kanna möguleika á því að selja Sigurhæðir og óskar eftir umsögn Minjasafnsins á Akureyri um þá tillögu.
Stjórn Akureyrarstofu felur starfsmönnum að kanna möguleika á því að leigja eða selja húsnæði Deiglunnar.
Vegna takmarkaðrar nýtingar á frumkvöðlasetrinu við Glerárgötu 34 samþykkir stjórn Akureyrarstofu að segja upp samningum vegna starfseminnar við Glerárgötu og hún verði lögð niður í núverandi mynd. Í skoðun eru aðrar útfærslur í samstarfi við AFE.
Finnur Dúa fulltrúi V-lista er sammála bókuninni að öllu leyti en leggur áherslu á að Deiglan verði nýtt áfram undir menningar- og listatengda starfsemi.
Guðmundur Ármann sendir pósti og ítrekar ósk um fund til að ræða mörg erindi sem send hafa verið Akureyrarstofu og varða m.a. húsvörslu, þrif, ljósabúnað, samninga við félagið og hækkun á framlagi.
- “Svíþjóðarsýningin”
Valnefnd auglýsti innan félagsins eftir þátttöku og valdi úr umsóknum níu listamenn til að sýna. Þáttakendur verða :
Anna Gunnarsdóttir , textíll
Eiríkur Arnar, þrívíð bókverk
Heiðdís Hólm, málverk,
Jónborg Sigurðardóttir, þrívið textílverk
Ragnar Hólm, vatnslitamyndir/málverk
Sigurður Magnússon, málverk
Ívar Freyr Kárason, reléf
Guðrún Hadda Bjarnadóttir, textíll
Guðmundur Ármann Sigurjónsson, málverk.
Búið er að svara umsækjendum og biðja um stutta ferilskrá og mynd.
- Önnur mál
- a) Ljósamálin.
Hlynur á Listasafninu brást við beiðni okkar og kom rafvirki á vegum hans og mat þann ljósabúnað sem tiltækur er. Farið verður í framkvæmdir um miðjan sept. Ljóskastarar frá JMJ hentuðu ekki. - b) hljóðkerfi
Samþykkt að festa kaup á einföldu en vönduðu hljóðkerfi sem Ívar hefur augastað á. - c) Dansviðburðir
Ingibjörg er búin að bóka Deigluna fyrir unga listamenn með dansviðburði mánaðarlega fram að áramótum, verða þeir á fimmtudögum og sá fyrsti 19. sept. næstkomandi. - d) Gestavinnustofa
35 umsóknir bárust um Gestavinnustofu. Valnefnd hefur valið 11 þátttakendur og er það komið í staðfestingarferli.
Fundi slitið 19.30