Stjórnarfundur 18. júní 2020
Fundargerð stjórnarfundar í Gilfélaginu, Kaupvangsstræti 23 þann 18. Júní 2020.
Mættir voru: Aðalsteinn Þórsson, Arna G. Valsdóttir, Guðm Á. Sigurjónsson, Heiðdís H. Guðmundsdóttir um fjarfundarbúnað og Ívar F. Kárason.
Á dagskrá voru eftirtalin mál:
1 Svar við erindi Akureyrarstofu um afnot ungmennahúss af Deiglu.
2 Úthlutun gestavinnustofu f. 2021.
3 Áframhaldandi samstarf við Plastlaus september.
4 Önnur mál.
- Ákveðið var að ræða frekar við Akureyrarstofu vegna þessarar fyrirspurnar. Það er tillaga okkar að Gilfélagið leigi Ungmennahúsi fyrir hádegi fyrir hálfa leigu á salnum 7.500 kr. skiptið. Ungmennastofa sé ábyrg fyrir húsvörslu og þrifum.
- Ákveðið var að auglýsa Gestavinnustofuna vegna 2021 eins og venja er, en að koma upp vinnureglu vegna óvissu um framvindu COVID 19. Sem verður kynnt á vefsíðu og viðkomandi listafólki gerð grein fyrir.
- Samþykkt var að fara aftur í samstarf við Plastlaus september og að gefa eftir leigu á Deigluni vegna markaðar 12. sept.
- Það kom fram að stjórnarmenn þurfa að skrifa undir hjá skattayfirvöldum vegna eignarhalds á félaginu. Einnig kom fram að gestalistamaður júnímánaðar muni sjá um framlag Gilfélagsins til Jónsmessuhátíðar 7. og 8. Júní n.k.
F. hönd stjórnar
Aðalsteinn Þórsson.