Fundargerð 20. júní 2019
- stjórnarfundur starfsárið 2019/2020
Haldinn í Deiglunni 20.júní kl 18:15
Mætt eru úr stjórn: Guðmundur Ármann, Aðalsteinn, Ívar Ingibjörg, Heiðdís, Sóley og Sigrún í gegnum netið.
Dagskrá:
- Umræður um listasumar og þátttöku Gilfélagsins.
Allir þriðjudagar eru nú bókaðir og allar helgar á Listasumri.
Guðmundur og Ingibjörg sjá um afhendingu á sal.
Nú voru fáar umsóknir og lítil þátttaka frá listafólki, áhyggjur af stofnanavæðingu. Möguleiki á samráðsfundi um Listasumar?
- Úthlutunarnefndin
Arna Valsdóttir, Ólafur Sveinsson og Sóley Björk verða áfram í úthlutunarnefnd.
Umsóknir hafa verið auglýstar og stefnt að samstarfsmánuðum við Grundarfjörð í október/nóvember. Fundur með Þóru Karls. eftir helgi til að móta samstarfið frekar.
- Námskeiðin í haust, hvað gerum við?
Styrkur fékkst frá Uppbyggingarsjóði til að halda þrjú námskeið.
Kynningarnámskeið um grafík með Örnu Vals og Guðmundur með einfaldar þrykkingaraðferðir. Guðmundur mun hafa samband við Örnu og velja tímasetningar og setja niður námskeiðislýsingar.
Breskur vatnslitamálari mun halda námskeið 5-7. október, spurning hvort hægt er að nota hluta af styrknum til að niðurgreiða þetta námskeið að hluta því ekki er hægt að halda collagrafík námskeið í óbreyttri Deiglu.
- Stefnumótunarvinna, þurfum að skipuleggja vinnuna.
Sóley viðraði hugmyndir um það hvernig hægt sé að ná fram óskum og þörfum grasrótarinnar hver viðfangsefni félagsins eiga að vera. Guðmundur lagði áherslu á að lög félagsins væri beinagrindin. Áhyggjur á stofnanavæðingu menningarlífsins á Akureyri og hvernig er hægt að virkja og efla grasrótina. Sóley, Ingibjörg og Ívar munu hefja vinnuna, hafa samband við hagsmunaaðila og leggja tímaramma. Að leggja til stefnu fyrir næstu árin, hvað vil fólk sjá, hvað eigum við að vinna að.
- Hugsanlegt málþing um mikilvægi grasrótarinnar
Í framhaldi af stefnumótunarvinnunni…
- Önnur mál
- Samningur milli Gilfélagsins og Akureyrarstofu. Eins og vitað er fengum við ekki samþykkta umsókn okkar til Akureyrastofu um hækkaðan styrk en gamli samningurinn er enn í gildi. Guðmundur mun hafa samband til að athuga hvað neitunin þýði, hvort að það sé möguleiki á einhverri hækkun.
- Auglýsingarmál – Ætlum að kanna hvort við getum fengið tilboð hjá N4 í 1 heilsíðuauglýsingu á mánuði.
- Vinnudagur – nýting á húsnæði. Munum hittast fljótlega og taka til á skrifstofunni.
- Erum enn að bíða eftir rafvirkja vegna uppsetningu nýrra ljósa og svörum frá Umhverfis – og mannvirkjadeild v. breytinga á Deiglu. Helst í hendur.
- GraN mun halda sýningu í Svíþjóð í jan – feb 2020 og líklega í Listasafninu 2021. Það mun koma út bók þar sem hvert land fær 6 bls. til að skrifa um stöðu grafíklistar í hverju landi fyrir sig. Guðmundur mun líklega skrifa að hluta um vinnu Gilfélagsins að því að koma upp grafíkverkstæði í Deiglunni.
Fundi slitið 19:45