Stjórnarfundur 7. október 2019
- stjórnarfundur starfsárið 2019/2020
Haldinn í Deiglunni 7.október 2019 kl 18:15
Mætt eru úr stjórn: Guðmundur Ármann, Ingibjörg, Sigrún Birna , Aðalsteinn og Heiðdís á netinu.
Dagskrá
- Fundur með fulltrúum Akureyrarstofu og Listasafnsstjóra
Guðmundur, Ingibjörg og Aðalsteinn áttu fundi föstudaginn 4. október með fulltrúum Akureyrarstofu og listasafnsstjóra. Þar voru kynntar hugmyndir Akureyrarstofu um að leigja eða selja Deigluna sem hefur verið aðsetur Gilfélagsins síðan 1991/2. Samþykkt að senda eftirfarandi bréf og óska eftir öðrum fundi með fulltrúum.
- Kynning á stöðunni – hvernig upplýsum við Gilfélaga og virkjum við grasrótina
Samþykkt að senda félögum stutta tilkynningu um stöðuna sem félagið stendur nú frammi fyrir.
- Önnur mál
a)Innkaup á efni og tækjum fyrir grafíknámskeið í nóvember.
Guðmundur lagði fram kostnaðaráætlun upp á u.þ.b. 200 þúsund krónur. Samþykkt að panta á netinu.
- b) A – gjörninga hátíð – hefst á fimmtudag
Guðmundur verður tengiliður og Guðrún Þórs fær aðgangskóða til að hleypa fólki inn.
- c) Vatnslitanámskeið Keith Hornblower
Námskeiðið tókst vel og nemendur voru mjög ánægðir.
Fundi slitið 19:45