Stjórnarfundur 19. febrúar 2019
- stjórnarfundur starfsárið 2018/19
Haldinn í Deiglunni 19. febrúar kl 18:30
Mætt eru úr stjórn: Guðmundur Ármann, Sigrún Birna, Aðalsteinn, Ívar og Heiðdís á netinu.
- Grafíkverkstæðið – nýjar hugmyndir
Á Gildegi 9. febrúar kviknaði sú hugmynd hugmynd hjá Sigrúnu Birnu og Guðmundi að setja rennihurð Inn í forstofuherbergið þannig að þangaði inn mætti setja grafíkpressurnar. Vask og frárennsli mætti setja upp rétt innanvið millihurð ( beint fyrir ofan vask í eldhúskrók niðri) sem og fráleggsborð. Þetta gæti verið nokkurskonar plan B. Stjórn heldur sig þó við sína framtíðarsýn um opið grafíkverkstæði í fjölnotasal Deiglunnar á fundi með fulltrúum Akureyrarstofu fimmtudaginn 7.mars.næstkomandi.
- Fundur um hugsanlega nýtingu Ketilhúss með þjóðháttafélaginu Handraðanum.
Guðmundur fór á fund með Þórgný, Hlyni og Kristínu Völu Breiðfjörð frá Handraðanum varðandi hugsanlega samnýtingu á neðstu hæð Ketilhúss. Í stuttu máli sjá menn ekki að starfsemi grafíkverkstæðis og starfsemi Handraðans eigi beina samleið. Því höldum við okkur við fyrri áform um opið grafíkverkstæði í Deiglu.
- Barnamenningarhátíð
Guðmund, Ingibjörg og Sigrún Birna fóru á kynningarfund um barnamenningarhátíð Reykjavíkur í Hofi. Ákveðið hefur verið að barnamenningarhátíð verði á Akureyri á sama tíma. 9.-14. apríl næstkomandi og verður hægt að sækja um styrki til t.d.efniskaupa. Við gætum tekið þátt þótt fyrirvarinn sé lítill og verið með Smiðjur/Sjónmenningarhátíð/ Verkstæði á laugardeginum 13. apríl. Guðmundur, Sigrún og Ívar gera kostnaðaráætlun og umsókn.
- Gildagur 2. mars.
Ákveðið að athuga hvort Listhús á Ólafsfirði vill nýta sér að vera með sýningu. Heiðdís sendir þeim línu.
- Önnur mál.
- a) Stjórn Akureyrarstofu hefur þekkst fundarboð okkar og er fundur fyrirhugaður fimmtudaginn 7. mars.
- b) Tímasetning fyrir aðalfund í maí næstkomandi. Tvær síðustu helgarnar í maí eru ákjósanlegastar.
- c) Póster fyrir gestalistamenn febrúar – Sigrún Birna sér um að prenta og setja í ramma.
Fundi slitið 19:45