Stjórnarfundur 4. nóvember 2019
- stjórnarfundur starfsárið 2019/2020
Haldinn í Deiglunni 4. nóvember 2019 kl 16:15
Mætt eru úr stjórn: Guðmundur Ármann, Ingibjörg, Ívar, Sigrún Birna , Aðalsteinn og Sóley.
Dagskrá
- Viðbrögð vegna fyrirhugaðrar sölu/leigu Deiglunnar
Fundurinn samþykkir að hafa samband við Kristinn hjá Akureyrarstofu og kynna honum hugmyndir sem ræddar voru á fundinum um að Gilfélagið taki við rekstri húsnæðiðs Deiglunnar og gestavinnustofunnar.
- Samráðsfundur um framtíð Listagilsins sem aðsetur menningarstarfs
Samþykkt að kalla til fundar eintaklinga sem hafa lýst áhuga á að ræða þá stefnubreytingu í menningarmálum, sem birtist hefur í nýjustu bókunum Akureyrarbæjar.
Stefnt að fundi 5.des kl 20
- Önnur mál
- Borist hefur ósk frá listamanni um að leigja húsnæði fyrir vinnurými.
Samþykkt að leigja hluta skrifstofuhúsnæðis til bráðabirgði til fjögurra mánaða. Þúsund krónur á fermetrann.
- Vinnufundur vegna grafíknámskeiðs verður haldinn á miðvikudagskvöld 6. nóv. kl 16-20.
Fundi slitið kl 18:00