Stjórnarfundur 28. júlí 2021
Stjórnarfundur Gilfélagsins 28 júlí 2021.
Dagskrá:
1 Strúktúrera valnefnd fyrir gestavinnustofu, tímalengd og hlutverk.
2 Afmælishátíð, hver er staðan (á alla breyddina)? Sögusýn, félagasýn, afmælishátíð, tónleikar…
3 Gestavinnustofa (eftir Covid).
4 Útgjöld og tekjur með nýjum samningi.
5 Staðan á grafíkverkstæðinu?
6 Sýning Alice Sigurðsson.
7 Lykill að ruslageymslu?
8 Staðan á hreingerningu?
9 Nauðsynjar og innkaup á þeim ( t.d. hreinlætisvörur og naglar, holufyllingarefni og málning.)
10 Önnur mál.
Mætt: Ingibjörg Stefánsdóttir, Aðalsteinn Þórsson, Arna G. Valsdóttir
- Stjórn samþykkir að haft sé samband við Helgu sem Sóley Björk tilnefndi til valnefndar. Hún kæmi inn sem varamaður fyrir Sóleyju. Stjórn ræðir drög að reglum um nefndina og mun Aðalsteinn setja fram tillögu að þeim.
- Ingibjörg heyrði frá Birgi Sigurðssyni varðandi lýsingu fyrir tónleika Populus manna. Samsýning félagsmanna er á sama tíma og hann veit af því. Tónleikarnir eru 11.sept. Stjórnin er að skoða dagsetningar á dagatali – A! Görningahátíð skarast á við skráða sýningu á sögu félagsins – stjórn leggur til að dagsetningar á afmælissýningum séu endurskoðar. Arna tekur að sér að opna þessa umræðu í fb hópi. Aðalsteinn ræðir sögusýninguna við Guðmund Ármann. Eins þarf að skoða heitu fimmtudagana og ræða við Jón Hlöðver.
- Gestavinnustofa – Samkvæmt Heiðdísi eru umsóknir að berast þrátt fyrir Covid og stöðu mála.
- Staðan virðist nokkuð góð og fram að þessu hafa útgjöld verið óveruleg og félagsgjöld eru að skila sér.
- Aðalsteinn setur fram þá tillögu að Grafíkmálum sé frestað fram yfir afmælishátíð.
- Helena Dejak hefur verið í sambandi Heiðdísi varðandi viðburð og kynningarmál. Sigurður hefur einnig veirð í sambandi við Aðalstein varðandi kynningarefni. Við verðum samstarfsaðili um sýninguna. Búið er að semja um 40% afslátt af leigu á salnum.
- Lykill að ruslageymslu er geymdur á skrifstofu stjórnar.
- Ingibjörg mun athuga með að leigja mottu við útidyr frá Grand þvottahúsi. Ingibjörg tekur að sér að senda teikningar af sal, andyri og salernum til þeirra þriggja aðila sem sjá um hreingerningar á svæðinu og óska eftir tilboði í þrif 1x í mánuði.
- Ingibjörg gjaldkeri er með debetkort frá Íslandsbanka á reikning félagsins og hefur séð um flest nauðsynleg innkaup. Aðrir í stjórn taka kvittun ef svo ber undir og Ingibjörg endurgreiðir. Stjórn ákvað að kaupa heftibyssu.
- a) Listhópur frá MA hafði samband og óskaði eftir samstarfi á næsta. Ingibjörg svaraði þeim og stakk upp á að við verðum í sambandi í haust þegar skóli er að byrja. b) Varðandi netfang Gilfélagsins þá svarar Ingibjörg póstum frá Íslandi en Aðalsteinn og Arna svara póstum erlendis frá. c) Aðalsteinn tekur að sér að kanna stöðu mála varðandi
lagningu ljósleiðara í götuna.
Fundi slitið