Stjórnarfundur 28. maí 2020
Fundargerð stjórnarfundar í Gilfélaginu, Kaupvangsstræti 23 þann 28. maí 2020.
Mættir voru: Aðalsteinn Þórsson, Arna G. Valsdóttir, Guðm Á. Sigurjónsson, Heiðdís H. Guðmundsdóttir um fjarfundarbúnað, Jana S. Ingibjargar Jósepsdóttir og Ívar F. Kárason.
Á dagskrá voru eftirtalin mál:
1 Stjórn skiptir með sér störfum.
2 Samningar við Akureyrarstofu v. húsnæðis.
3 Listasumar, viðburðir í Deiglunni.
4 Önnur mál.
- Stjórn Gilfélagsins fram að næsta aðalfundi:
-Formaður Guðmundur Ármann til eins árs.
- Ritari Aðalsteinn Þórsson, nýr í aðalstjórn.
- Gjaldkeri Ingibjörg Stefánsdóttir til eins árs.
- Meðstjórnendur Heiðdís Hólm ný í aðalstjórn og Ívar Freyr til eins árs.
- Varamenn Arna Guðný og Jana Salóme báðar nýjar í stjórn.
-Rætt undir þessum lið var einnig hvort finna mætti fastan fundartíma einu sinni í mánuði fyrir stjórnarfundi. Niðurstaðan var að vegna anna stjórnarmanna væri það ill mögulegt.
Leitast verður við að funda einu sinni í mánuði hið minnsta og verður fundartími auglýstur í Fb hóp með góðum fyrirvara.
-Einnig var samþykkt að Arna Guðný væri fulltrúi félagsins í nýrri Gestavinnustofunefnd og fékk hún umboð til að gera tillögur að tveim öðrum nefndarmönnum.
- Fjörugar umræður urðu um þennan lið. Lögð var áhersla á að samningurinn mætti ekki verða félaginu of í þyngjandi hvorki fjárhagslega eða fyrir starfið.
Samninganefnd var falið að vinna áfram að samningagerðinni. - Samþykkt var að Guðmundur Ármann væri tengiliður á staðnum v. Listasumars. Sem að öðru leiti er á ábyrgð Akureyrarstofu.
- Ívar Freyr var skipaður fulltrúi félagsins í hinnu nýju Deiglunefnd og honum gefin heimild til að leita til hinna óháðu aðilanna sem starfa að menningu í Listagilinu þ.e. Myndlistafélagið, Kaktus og Rösk, og mynda samstarfshóp um notkun á Deiglu og leiða þann hóp.
Einnig var samþykkt að hleypa af stokkunum Tilraunakvöldum í listum í samstarfi við Myndlistafélagið annað hvort miðvikudagskvöld í Deiglunni í sumar og að byrja sem fyrst. Þetta framtak er styrkt af Akureyrarstofu en hefur tafist um þrjá mánuði v. samkomubanns.
F. hönd stjórnar
Aðalsteinn Þórsson.