Stjórnarfundur 21. maí 2020
10. stjórnarfundur starfsárið 2019/2020
Haldinn í Deiglunni 21. maí 2020 kl 16.00
Mætt eru úr stjórn: Guðmundur Ármann, Aðalsteinn, Ingibjörg, Sóley Björk, Sigrún Birna og Heiðdís á netinu.
Dagskrá:
1. Aðalfundarundirbúningur
Sóley Björk verður fundarstjóri og Sigrún Birna verður fundarritari,
Skýrsla stjórnar er tilbúin og komin á vefinn. Reikningar koma vel út, aukin umsvif og jafnframt aukning á eigin fé.
Stjórn gerir tillögu að því að Ingibjörg, Heiðdís, Aðalsteinn og Ívar verði fulltrúar í aðalstjórn.
Arna Guðný Valsdóttir og Jana Aðalbjargar-Jósefsdóttir sem gefa kost á sér til stjórnarsetu, komi inn í varastjórn.
Guðmundur Ármann gefur kost á sér í formanninn, önnur framboð hafa ekki borist.
Sigrún Birna og Sóley Björk ganga úr stjórn.
Stjórn leggur til að félagsgjald verði óbreytt, 2500 krónur.
Ingibjörgu gjaldkera falið að kaupa veitingar fyrir fundinn.
2. Önnur mál
a. Gestavinnustofan: komin er ein umsókn um ágúst. Ákveðið að leigja viðkomandi á kr. 80 þúsund. Júnímánuð er ennþá laus og Heiðdísi falið að auglýsa að hægt sé að leigja vikuna á 20 þúsund.
b. Deiglan bókuð alla þriðjudaga og alla helgar í júlí fyrir Listasumar og gestalistamanninn.
c. Gildagur 6. júní: stjórn leggur til að hópnum Gellur sem mála verði boðið að framlengja sýninguna sem opnar um næstu helgi. Gangi það ekki eftir verði leitað annarra kosta.
d. Barnamenningarhátíð á Akureyrir verður í haldin í október.
Guðmundur Ármann og Sigrún Birna verða í sambandi við Almar um hvaða helgar í október henti best.
e. Tilraunakvöld í listum: Aðalsteinn minnti á tilraunakvöldin sem hafa frestast vegna Covid. Menningarsjóður Akureyrarbær styrkir kvöldin. Gilfélagið er samstarfsaðili og leggur til Deigluna sem sitt framlag.
f. Svíþjóðarsýningin: Menningarsjóður Akureyrarbæjar styrkir verkefnið sem verður 19.sept. til 22 nóv. í haust. Beðið er svara um hvort af formlegri opnun getur orðið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl.17:30