Hún. – Dansverk
Fimmtudaginn 19. september kl. 20:30 í Deiglunni. 1.000 kr. inn.
Dansverk eftir Ólöfu Ósk Þorgeirsdóttur þar sem sóttur er innblástur í álit samfélagsins á sjálfsöryggi ungra kvenna.
Á undanförnum árum hafa orðið miklar framfarir varðandi álit samfélagsins á því að konur eigni sér sína eigin kosti, styrk og möguleika, og því ber að fagna. Við þurfum ekki lengur að láta eins og það komi okkur á óvart þegar okkur er hrósað. Við vitum okkar eigin hæfni.
Miðinn kostar 1000 kr og því miður er ekki posi á staðnum.
Verkið verður sýnt aftur 17. október.
Dansarar:
Arna Sif Þorgeirsdóttir
Birta Ósk Þórólfsdóttir
Erla Vigdís Óskarsdóttir
Karen Birta Pálsdóttir Maitsland
Ólöf Ósk Þorgeirsdóttir
Unnur Lilja Arnarsdóttir
Sunneva Kjartansdóttir
Antonía Hölludóttir
Gilfélagið styrkir ungt fólk til sköpunar með húsnæði til æfinga og sýninga.