Grafíknámskeið
Grafíknámskeið í þremur þáttum á vegum Gilfélagsins í Deiglunni
Haustið 2019
Tími:
13 – 15. sept. – Grunnnámskeið í grafík – Valgerður Hauksdóttir
8 – 10. nóv. – Hæðarprent – Arna Valsdóttir
15 – 17. nóv. – Planþrykk – Guðmundur Ármann Sigurjónsson
Þetta er helgar námskeið og hver þáttur eru 17 tímar, eða 3 x 17 = 51 tími.
Áherslur:
Námskeiðið hefst þannig að farið verður í grunn atriði varðandi umgengni um áhöld og efni með áherslu á vistvæn efni. Þrykkt verður og kennt hvernig grafíkverk eru merkt. Ýmis grunnatriði kennd, eins og hvað er grafík og afhverju að velja grafík til listsköpunar.
Annar þáttur námskeiðisins verður áherslan á hæðarprent, dúk- og tréristur ásamt ýmsum aðferðum við hæðarprent.
Að síðustu verður farið í fyrirbærið planþrykk, sem er einþrykk, tilraunir með ýmsar pappírsgerðir og, þrykkfleti, plötur sem unnið verður á.
Námskeiðin eru hugsuð sem eitt námskeið og að nemendur hafi fengið á námskeiðunum nokkra vitneskju og reynslu í að vinna á grafíkverkstæði og geti nýtt sér mismunandi aðferðir við að vinna grafísk verk.
Námskeiðið kostar 60.000 kr., vilji einhver taka einn þátt námskeiðisins kostar það 40.000 kr., eða tvo þætti kostar það 50.000 kr. Möguleiki á endurgreiðslu frá stéttarfélögum.
Efni innifalið
Hámarks fjöldi 8 nemendur.
Frekari fyrirspurnir og skráning hjá gilfelag@listagil.is eða í síma 864 – 0086.
Námskeiðið er að hluta styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands Eystra.