Námskeið í djöggli fyrir börn á öllum aldri
Námskeið í djöggli fyrir börn á öllum aldri verður haldið í Deiglunni laugardaginn 26. mars 2022 kl. 14:00.
Djöggl skerpir samhæfingu og einbeitingu og hjálpar auk þess við að draga úr streitu. Þetta er æfing sem ekki er upplifuð sem „erfiði“, og er gagnleg fyrir alla aldurshópa og líkamsgerðir. Hér er um að ræða auðveldar æfingar sem hægt er að framkvæma með fjölskyldu og vinum.
Í smiðjunni munum við búa til djögglbolta, fylgt eftir með því að hita upp líkamann og kynnast leikmuninum djögglbolta, og læra á tæknina við að djöggla.
Við byrjum á einum bolta og tökum svo annan inn og þeir metnaðafyllstu geta reynt sig við þriggja bolta brellur. Að þessu loknu verður teygt á líkamanum og slakað. Þátttakendur munu halda heim með bolta sína og geta haldið áfram að þróa þessa, að því er virðist einföldu hæfni.Gestalistamenn Gilfélagsins í marsmánuði Ivana Pedljo og Jasmin Dasović eru sirkuslistamenn og gefa námskeiðið. Þau eru auk þess hluti af Tricycle Trauma gjörningahópnum frá Króatíu og munu fremja gjörning á sunnudaginn í Deiglunni kl. 20.
Námskeiðið fer fram á ensku.
Það er ókeypis inn.