Nathalie Lavoie
Natalie Lavoie er myndlistakona sem búsett er í Fort Simpson, litlu afskekktu samfélagi í nyrsta fylki Kanada. Hún hefur með búsetu sinni á norðurslóðum þróað afar sérstakan stíl, þar sem hún nýtir sér hinn langa vetur. Listræn vinna hennar er byggð á tilraunakenndum samskiptum við staði. Leifar af innsetningum og gjörningum eru skrásettar með ljósmyndum, myndböndum og skrifum. Í fyrri verkum hefur hún notað vatn sem efnivið fyrir tímabundnar innsetningar í frosti.
Á meðan dvöl Nathalie í Gestavinnustofu Gilfélagsins stendur mun hún skoða hugmyndir um neyðarviðbrögð og nýta myndmál neyðarskýlisins, t.d. eins og þau sem þekkt eru á Íslandi. Þessi rannsókn er innblásin af hennar eigin upplifun af að lifa af veturinn í Kanada og hlutverki hennar sem sjálfboðaslökkviliðs- og sjúkraflutningarmaður og eðli hættuástands, hvernig það er tímabundið, umfang þeirra og krafmiklum viðbrögðum samfélagsins.