Stjórnarfundur 16. október 2018
6. stjórnarfundur starfsárið 2018/19
Haldinn í Deiglunni 16. október kl 18:15
Mætt eru úr stjórn: Guðmundur Ármann, Sigrún Birna, Ívar, Sóley Björk, Aðalsteinn og Ingibjörg og Heiðdís í netsambandi.
Dagskrá:
1. Námskeið Susanne Singer í meðferð þurrpastel
Backpackers styrkja okkur um gistingu fyrir Susanne – sem er frábært.
Ekki er næg þátttaka ennþá 1-2 skráðir, Guðmundur auglýsir í Símey, Setja þarf inn lokadagsetningur skráningar og reyna að ná í þátttakendur, svo af þessu geti orðið.
2. Jólamarkaður – Handverksmessa 1. og 8. desember.
Auglýsa þarf í byrjun nóvember, á póstlista, á netinu og í Dagskránni.
Guðmundur lagar til auglýsinguna frá í fyrra.
3. Sýning í Svíþjóð – Endurgjald Svíaheimsóknar
Ákveðið að skipa sýningarstjórn sem í verði Guðmundur Ármann og Ívar frá Gilfélagsstjórn. Ákveðið að leita til Höddu um að vera þriðji aðili. Auglýsing verði send Gilfélögum og fólki boðið að taka þátt undir þemanu “eining manns og náttúru” , eða “hinn hugsandi maður í náttúrunni”…. og áhugasamir setji sig í sambandi við sýningarstjórnina sem síðan setur saman hópinn og /eða velur verkin. Guðmundur nefndi að tímaramminn þyrfti e.t.v. að vera tvö ár, þ.e. að stefnt væri að sýningu t.d. í apríl-maí eða sept-okt 2020.
4. Grafíkverkstæðið. Fundur var haldinn í gær, 15. október með Akureyrarstofu og Listasafninu um notkun á Deiglunni og skrifstofurýminu, þar sem Listasafnið fékk aðstöðu, en starfsfólk safnsins er að flytja á næstu dögum. Hlynur boðaði þennan fund. Guðmundur Ármann og Sóley Björk sátu fundinn fyrir hönd Gilfélagsins. Auk þeirra voru á fundinum Kristinn Jakob Reimarsson, sviðsstjóri samfélagssviðs Akureyrarbæjar, Þórgnýr Dýrfjörð frá Akureyrarstofu, Þorbjörg Ásgeirsdóttir, safnfulltrúi Listasafnsins og Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins.
Niðurstaða þessa fundar var að Gilfélagið myndi nú senda formlegt erindi til Akureyrarbæjar um breytingarnar sem fyrirhugaðar eru. Guðmundur og Sóley leggjast yfir textann og setja inn á stjórnarsíðuna.
6. Önnur mál
Huntenkunst, Hvar er málið statt, fundur Aðalsteins og Sigrúnar með stjórn Myndlistafélagsins þar sem erindið var kynnt. Stjórn myndlistarfélagsins hafði ýmsar spurningar sem listaðar voru upp. Aðalsteinn setti saman bréf til messuhaldara. Nú er beðið svara
Símamál: Sóley og Ingibjörg halda áfram með málið, einfalda skráningu og minnka kostnað.
Sænska sýningin var sett upp í sendiherrabústað Svía í Reykjavík , Fjólugötu 9, þann 3. október.
Fleira ekki gert og fundi slitið.20:00