Miðnæturtónleikar DrinniK!
Á Jónsmessuvöku býður Gilfélagið til miðnæturtónleika í Deiglunni. Á tónleikunum spilar DrinniK, en það tríó spilar misswingaða frumsamda tónlist í bland við ábreiður (einnig misswingaðar) sem læðast inn á tónleika í tíma og ótíma.
Tónleikarnir hefjast á miðnætti 24. júní (aðfaranótt föstudags).
Aðgangur ókeypis.
Tríóið skipar:
Andri Kristinsson, söngur, gítar og banjó
Wolfgang Lobo Sahr, Sax, Harmonikka og flauta ( og smá gítar)
Alan Mackay, Bassi
Akureyrarstofa og Menningarráð Eyþings styrkja Gilfélagið.