Hyojung Bea
Gestalistamaður Gilfélagsins í mars.
Í list sinni kannar Hyojung Bea ótta, sjálfsmynd og kvíðavekjandi óstöðugleika fastrar tilveru vegna stöðugrar hreyfingar hennar án varanlegs heimilis. Þar sem hún er virk bæði í New York borg og Jeju eyju þar sem hún er nú búsett, hefur hún flutt um tuttugu sinnum síðan hún fór að heiman 19 ára. Meðan hún gekk í listaskóla í New York borg vann hún sem naglatæknir í hlutastarfi , dæmigert starf fyrir óskráða kóreska kvenkyns innflytjenda. Svipað og konurnar sem voru starfandi sem nuddarar og voru nýlega fórnarlömb byssuofbeldis í Atlanta í Georgíu. Á meðan hún málaði neglur á fingrum og tám á hverjum degi, lenti hún í kynþáttafordómum, félagslegri einangrun og varð fyrir tungumálahindrunum, var menningarsjokki og þjáðist af heimþrá. Upplifun sem skildi eftir djúp og martraðarkennd áhrif á Beu. Í einum gjörningi sýndi hún sig sem broddgölt þakinn teiknibólum. Sem endurspeglaði ótta hennar við að mynda náin tilfinningaleg og líkamleg tengsl við aðra; ef tveir broddgeltir yrðu nánir myndu báðir meiðast af hvers annars broddum. Eftir að hún flutti til baka til Jeju-eyju var hún innblásin af lífi Haenyeo og hún byrjaði að vinna að neðansjávarmyndbandinu. „Sjókonur,“ einnig þekktar sem „Haenyeo“, sem eru kvenkyns kafarar og þær eru miklir og naglar. Haenyeo hefðin á rætur til 434 e.Kr. Köfun án súrefnistanks eða neta þar sem sjávarlíf er sótt með berum höndum til að viðhalda lífsviðurværi sínu. Þetta er einstakt mæðraveldis samfélag í karlkyns ríkjandi kóreskri menningu. Bea virkjar samskipti með því að endurvinna sambandið við líkama sinn í gegnum skúlptúr, myndband og gjörning.
Sem baráttukona sem lifði af krabbamein þráði hún frelsi þar sem hún hafði oft upplifað helsi. Hún vinnur með þrá sína á þrjá vegu: að gera vanlíðan sína að viðfangi gjörninga, leita skjóls í kunnuglegum hlutum í gegnum skúlptúra og læra að lifa innan flæðis óstöðugleika lífs síns með endurgerð og heimildarmyndum. Bea lærði myndlist og hreyfimyndir (animation) frá Seoul National University of Technology og er með BFA í stúdíólist frá CUNY Hunter College og MFA í skúlptúr frá Jeju National University. Hún hefur sýnt heima og erlendis bæði einka- og samsýningar, þar á meðal Jeju listasafnið, Jeju menningarmiðstöðin, Kidang safnið, Delmoondo safnið, In-sa listamiðstöðinni og víða annarstaðar. Hún er meðal annars handhafi Jeju Cultural Foundation verðlaunanna fyrir framúrskarandi námsframmistöðu.