Mary Hurrell
Gestalistamaður Gilfélagsins í desember 2022
Mary Hurrell (f. Suður-Afríku) er listamaður búsett í London. hún vinnur með hljóð, lifandi flutning/gjörning og skúlptúr jöfnum höndum; að kanna hreyfingu og líkamlegt tungumál, samskipti í líkamlegri og tilfinningalegri tjáningu. Hún mótar og gefur form búnaði fyrir líkamann, bæði hljómrænan og efnislegan, og hefur áhuga á að framkalla tvíeðli hugmynda um líkamann í gegnum ástand nærveru og fjarveru, flots og festu, þess sjálfsprottna eða hinns tilbúinna, og skapar þannig bæði skynrænt umhverfi og gjörninga.
Hún hefur verið þáttakandi í gjörningum og sýningum með Nicoletti Contemporary, Cafe OTO, The Bower, Jupiter Rising Festival, The Roberts Institute of Art, South London Gallery, Bold Tendencies og Whitechapel Gallery. Árið 2018 framleiddi hún Mappings, þríleik verkum byggist á lifandi og innsetningum sem hugsuð voru sem ein kóreógrafía, í þremur rýmum í Flat Time House, Kunstraum (Bretlandi) og Centro Botin (Spáni). Verk hennar hafa verið gagnrýnd í Frieze, Figure Figure og Mousse Magazine. Árið 2021 hlaut hljóðverk hennar Blush Response verðlaunin Because of Many Suns frá Collezione Taurisano. Meðal nýlegra vinnustofu dvala eru Yamakiwa Gallery (Japan), Flat Time House (London) og Skaftfell Center for Visual Art (Ísland).
Mary hefur heimsótt Ísland síðan 2004 og verður dvölin hjá Gilfélaginu hennar fimmta ferð og þriðja listamannadvöl á landinu. Meðan á vinnustofudvöl Mary á Akureyri stendur mun hún halda áfram að rannsaka og þróa verk þar sem sívakandi áhugi hennar á vatni og ástandsbreytingum þess í tengslum við líkamann, líkamlega og tilfinningalega upplifun er meginstef.