Grafíknámskeið
Tveggja helga námskeið í grafík.
Deiglunni, laugardaginn 5.3 og sunnudaginn 6.3
Síðan Laugardagur 12. og sunnudagur 13. mars kl 10.00 til 16.00 báðar helgar.
Kennari Guðmundur Ármann. Áherslan verður hæðarprent, dúk- og tréristur. Nemendum verður kennt að skera í dúk eða tré og þrykkja í pressu og að handþrykkja. Einnig verður kennt að þrykkja mynd í fleiri litum.
Farið verður í hvernig má gera frumdrög fyrir grafík og aðferðir til að yfirfæra teikningu á tré/dúk. Námskeiðið er ætlað fyrir byrjendur og einnig þá sem hafa eitthvað fengist við grafík.
Nemendur fá dúk/tré til að skera í og verkfæri öll sem til þarf, hnífa, þrykkliti. Grafíkpressur eru á staðnum. Grafíkpappír þurfa nemendur að kaupa og verður hann til á staðnum.Nemendur taki með sér hlífðarföt og nesti, Kaffi og te á staðnum.
Innritun í netfang, garman@simnet.is Þeir sem skrá sig, (8 nemendur) fyrst komast á námskeiðið. Upplýsingar sem eru nauðsynlegar eru: símanúmer, kennitöla og netfang. Reiknað er með að á báðum námskeiðum verði ávallt 8 nemendur, þannig að með því gætu fleyri komist að ef margir skrá sig á hálft námskeið. Hálft námskeið þýðir að viðkomandi fær litla kennslu í að þrykkja fleiri liti.
Síðasti möguleiki að skrá sig er miðvikudagurinn 2. mars.
Mögulegt verður að skrá sig á aðra helgina, eða hálft námskeið.Hámarks fjöldi 8
Verð er 37.000 kr. Hálft námskeið 27.000 kr
.Námskeiðið er 24 tímar, hálft 12 tímar.