Stjórnarfundur 9. des 2021
Stjórnarfundur Gilfélagsins Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri.
Fundurinn var haldinn 09.12.2021
Mættir: Erika Lind Isaksen, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Aðalsteinn Þórsson, Heiðdís Hólm, Ingibjörg Stefánsdóttir, Arna G. ValsdóttirDagskrá:
- Sögusýningin
2. Ástand í stjórn
3. Komandi ár
4. Önnur málFundargerð síðasta fundar lesin.Athugasemd: Athuga póstlistana, sumir fá ekki póst.
- Sögusýningin er í fullum undirbúningi og gengur mjög vel. Verk hafa verið send í innrömmun og listaverk úr safneign félagsins hafa verið valin til sýningar. Þau verða sýnd í tröppunum. Haft verður samband við listamennina til þess að fá uppgefið verð. Á sýningunni verða ljósmyndir þar sem fólk getur skráð upplýsingar. Sýningin opnar 8. jan, Guðmundur er með leiðsögn þann 15.jan og haldið verður málþing þann 22.jan. Arna hefur samband við Jón Hlöðver varðandi Heitan fimmtudag.
- Ingibjörg er að takast á við heilsubrest og hafði íhugað að draga sig í hlé. Sér þó fram á betri tíð og vill halda áfram en losna frá gjaldkerastöðunni. Stjórn þarf að huga að því hver geti tekið við – Ingibjörg er búin með sitt tímabil í vor en vill gefa kost á sér áfram en ekki sem gjaldkeri. Arna er einnig búin að vera að takast á við veikindi og bíður eftir boði í aðgerð sem mögulega verður framkvæmd í janúar. Heiðdís hættir í vor og þarf stjórn að huga að því hver geti komið í hennar stað og sinnt þeim mikilvægu verkefnum sem hún sér um.
- Komandi ár. Það er ágæt virkni í Deiglunni og fólk er að bóka hana. Skilaboð frá nefnd um sögusýningu að stjórn setjsit niður í lok sýningar og hugsi komandi tíð. Mikilvægt að huga að Því hvert við viljum fara og hvað við setjum í forgang.
- Önnur mál
a) Ingibjörg stingur upp á álmiðum til að merkja tækin okkar.Fást hjá gullsmiðnum. Ingibjörg mu skoða málið.
b) Þrifin – Steini skoðar málið og Erika. Stjórn þarf að huga aðþví að koma plötum á veggi. Búið var að ræða við Stefán enverkinu var ekki komið í gang og hann sagði sig því frá því.Það þarf að laga rafmagnið – Steini talar við bæinn um það.c) Hvernig er með endurgreiðslu til Sigbjörn? Ingibjörg skoðarmálið.
d) Merkilegt að reikningar frá Ak-bæ segja “ýmislegt” sem viðskiljum ekki. Við borgum Terra sorphirðugjald. Þurfum að hugaað því að koma á viðræðum við Ak-bæ þar sem samningarlosna um áramót. Ingibjörg og Steini skoða málin.
Fundi slitið