Skýrsla stjórnar 2019 – 20
Skýrsla stjórnar Gilfélagsins
Starfsemi félagsins á árinu 2019/20, milli aðalfunda
Lögð fyrir aðalfund 23. Maí 2020
Félagið og sagan
Gilfélagið er nú að ljúka 29. starfsári sínu en það var stofnað 30. nóvember 1991.
Starfið hefur breyst frá fyrstu árum félagsins, en þá snérist starfið um að gera húsnæðið í Kaupvangsstræti 23, Deiglan, skrifstofa, geymsla, Deiglan og gestavinnustofa tilbúið til notkunar, Einnig fólst starfið firstu árin að koma í nýtingu kjallara rými í Listasafninu sem vinnustofur og vor það að jafnaði um 10 starfandi listamenn sem leigðu aðstöðu, en þetta annaðist Gilfélagið í um 10 ár. Félagið stóð að uppbyggingu Ketilhússins og skipulagði og annaðist listviðburði þar í áraraðir.
Í frétt Morgunblaðsins september 1996 segir.
Framkvæmd endurbóta Ketilhússins verður í höndum Gilfélagsins og hefur verkinu verið skipt niður í fjóra áfanga. Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar standi í þrjú ár.
Bærinn lagði að mörkum fjármagn, en skipulag og framkvæmdin var í höndum Gilfélagsins. Hvort einhverjir iðnaðarmenn hafi tekið listaverk úr eigu félagsins upp í vinnu, er ekki vitað.
Á þessu tímabili milli aðalfunda hefur stjórnin haldið 10 stjórnarfundi, sem er eins og á síðasta ári. Einnig höfum við fundað með Akureyrarstofu, nokkra vinnufundi þar sem við lögum til og yfirförum húsnæði félagsins.
Á fyrsta fundi stjórnarinnar eftir aðalfund, 13. júní, var strax hafst handa um að undirbúa umsóknir fyrir Gestavinnustofuna og einnig var rætt um nýja stöðu sem hefur verið að koma fram, vegna þess að Myndlistaskólinn var að flytja úr húsnæðinu sem hann hafði verið í síðan 1988, í svokölluðu Sjafnarhúsi efst í Gilinu. En þar er nú verið að breyta húsinu í Hótel. Einnig kom fram hugmynd um það hjá Akureyrarbæ að selja Deigluna eða leigja.
Starfsemi
Félagið stóð að fundi á haustmánuðum 2019 og boðaði aðila sem höfðu listastarfsemi í Gilinu, einstaka listamenn og áhugafólk um áframhaldandi líflegt listastarfsemi í Listagili. Það var nokku góð samstaða um mikilvægi þess að halda í hugmyndina um Listagil.
Á síðasta ári tókum við þátt í Barnamenningarhátíðinni og höfðum opið hús fyrir börn á aldrinum 7 -12 ára og var mjög góð þátttaka. Tveir kennarar úr stjórninni sáu um þennan viðburð. En við fengum styrk frá Barnamenningarhátíð til að standa straum af kostaði. Þrjú námskeið héldum við á árinu í grafík með þremur kennurum, var góð þátttaka. Þá var einnig haldið Vatnslitanámskeið með enskum kennara Keit Hornblower. Hér má segja að félagið hafi farið út á nýjar brautir og aukið nýtingamöguleika Deiglunnar. Háhuginn á grafík námskeiðinu, rennir frekari stoðir og eykur okkur trú um hugmyndir félagsins um opið grafík verkstæði. Vegna þessara námskeið fengum við styrk frá Eyþingi eða Uppbyggingarsjóði.
Allmikill tími stjórnarinnar á árinu hefur farið í fundi með Akureyrarstofu um stöðuna, það er samningsleysi og fyrirhugaðar breytingar á þeirri stöðu sem tengist húsnæðinu og starfsemi félagsins, með hvaða hætti við munum standa varðandi ósk Akureyrarstofu um að Gilfélagið greiði leigu. 7. október sendi stjórnin bréf til formanns stjórnar Akureyrarstofu, í kjölfar fundar þar sem stjórnin var boðuð á fund Akureyrarstofu. Þar var okkur kynntar hugmyndir Akureyrarstofu um sölu eða leigu á Deiglunni. Í bréfinu undirstrikaði stjórnin mikilvægi Gilfélagsins sem grasrótarhreyfingu og ef félagið og Myndlistarskólinn hyrfi úr gilinu væri vörumerkið Listagil æði laskað.
Hefur stjórnin sent stjórn Akureyrarstofu hugmyndir um hvaða leig félagið treystir sér til að standa við. Eingar ákvarðanir um þetta verða teknar án samþykkis aðalfundar, félagsmanna. Þetta er óleist mál, eða enginn samningur hefur verið borin undir okkur enn.
Félagið, má segja standi á vissum tímamótum því framundan er mikilvæg skref sem munu hafa áhrif á starfsemina . En þegar þetta er skrifað hafa ekki verið undirritaðir nýir samningar milli Akureyrarstofu og félagsins, en við höfum lagt til, í stjórninni að við tökum húsnæði félagsins í Kaupvangsstræti 23 á leigu. En við höfum í samtölum okkar bent á framlag Gilfélagsins til uppbyggingarnar í Listagili Vinnustofur í kjallara Listasafnsins, skrifstofurýmið, Deigluna og gestavinnustofuna. Í ársreikningi félagsins 1993/4 er 4,5 milljónir talið vera framlag félagsins. Umræðan um mögulega leigu kemur í kjölfarið á ákvörðun Akureyrarbæjar að selja Deigluna, núna síðastliðið haust, sem nú hefur reyndar verið hætt við. ( Hér kann að verða breyting á skírslunni ef samningar hafa tekist fyrir aðalfundinn).
Á haustmánuðum tók stjórnin þá ákvörðun að leigja einum listamanni aðstöðu, tímabundið í rými innaf skrifstofunni fyrir vinnustofu. Þetta er liður í því að auka nýtingu á húsnæðinu sem félagið hefur til umráða. Einnig er aukin áhersla á að halda námskeið liður í sömu viðleitni. Þá höfum við aukið samstarf við erlend listamenn sem snýr að sýningarmiðlun hér heima á erlendum listamönnum, öðrum en gestalistamönnum okkar og svo að gefa félagsmönnum að halda sýningar erlendis.
Eins og fyrr var sagt erum við að ljúka 29. starfsári félagsins og verður því 30 ára á næsta ári 2021 og væri ekki úr vegi að fagna því með viðeigandi hætti.
Sjálfboðavinna
Sjálfboðavinna í menningarmálum er mikilvægt samfélagslegt framlag sem við í Gilfélaginu leggjum fram og má segja að það sé eitt einkenni félagsins sem grasrótarfélags.
Talsverð sjálfboðavinna stjórnarinnar, utan við fundi, felst í aðstoða við gestalistamenn við ýmislegt t.d. undirbúning á sýningum þeirra, gera auglýsingar og kynningar á heimasíðu okkar um viðburðum þeirra. Þá er mikil vinna við að halda utan um gestavinnustofuna, auglýsingar fyrir umsóknir, vinna við að halda utan um úthlutun, sjálf úthlutunin er í höndum gestavinnustofunefndarinnar.
Þrif höfum við séð um, eftir að Deiglan féll út í tilboði um þrif í Listasafninu eftir allar breytingarnar þar. Húsvarsla og smálegt viðhald, sem fellst í að yfirfara og lagfæra Deigluna milli sýninga og viðburði ýmiskonar. Einnig höfum við séð um að endurnýja tæki og lagfæra ýmislegt í gestavinnustofunni.
Í stjórn félagsins sitja: Guðmundur Ármann Sigurjónsson formaður, Sigrún Birna Sigtryggsdóttir ritari, Ingibjörg Stefánsdóttir gjaldkeri, og meðstjórnendur Heiðdís Hólm Guðmundsdóttir og Ívar Freyr Kárason. Varamenn eru Aðalsteinn Þórsson og Sóley Björk Stefánsdóttir. Skoðunarmenn reikninga eru Kristján Helgason og Þóra Karlsdóttir.
Gestavinnustofunni: Í úthlutunarnefnd gestavinnustofu sitja, Sóley Björk Stefánsdóttir, Ólafur Sveinsson og Arna Guðný Valsdóttir
Stjórnin hefur frá síðasta aðalfundi haldið 20 stjórnarfundi, þrjá fundi með stjórn Akureyrarstofu um leigu sem við myndum greiða, eða um samning milli Akstofu og félagsins. Einnig höfum við haldið einn fundi um framtíðarhugmyndir um framtíð Listagilsins.
Starfsemin nú hefur einkum snúist um:
- Að reka og skipuleggja margvíslega menningarviðburði í Deiglunni.
- Að halda utan um og úthluta listamönnum dvöl í gestavinnustofunni.
- Að efla tengsl við erlenda listamenn og vinna að tengslum þeirra við nær samfélagið, með reglulegum sýningum þeirra í Deiglunni og fyrirlestrum.
- Að standa að námskeiðum í listum.
- Að skipuleggja og styðja við ýmis verkefni í menningarmálum t.d. Við ungt fólk um listviðburði af margvíslegum toga.
- Að vinna að auknu samstarfi við aðila og félög á sviði menninga og lista.
- Að vinna að nýjum samningi milli Akureyrarstofu og Gilfélagsins.
- Að vinna að áframhaldandi uppbyggingu lista og menningar í Listagilinu.
- Að standa vörð um Hugmyndina sem var mótuð 1991 um Listagilið sem mikilvægt kennimark í listasamfélaginu á Akureyri.
Gestavinnustofan
Á árinu 2019 dvöldu 12 listamenn, sem voru, 3 frá Bandaríkjunum, 2 frá Frakklandi einn listamaður frá, Argentínu, Ástralíu, Japan, Kóreu, Rússlandi, Spáni og Svíþjóð. Allir héldu sýningu í Deiglunni og margir þeirra héldu fyrirlestur í samstarfi við Listasafnið og Listnámsbraut VMA á Þriðjudagsfyrirlestrunum.
Um gestavinnustofuna hafa sótt um dvöl á árinu 2020 34 listamenn frá 19 löndum.. Þannig má segja að stefna félagsins að vinna að því að tengsl þessara erlendu listamanna við samfélagið hér hafi tekist mjög vel. Einnig má segja nær undantekningalaust lýsa listamennirnir yfir mikilli á nægju með gestavinnustofuna og sýningarmöguleikana í Deiglunni. Þá hefur það mælst vel fyrir hjá þeim að stjórnin skiptir með sér gestalistamönum þannig að við erum þeim til aðstoðar og hjálpar meðan á dvöl þeirra stendur.
Deiglan
Deiglan var leigð út til ýmissa lista- og menningarmála, á vegum einstakra listamenn með sýningar. Einnig voru viðburðir í samvinnu við aðila, einstaka listamenn, stofnana og í samstarfi við Listasumar. Þannig voru viðburðir 128 daga á árinu og er það svolítil aukning frá árinu 2018
Viðburðirnir voru fjölbreyttir listviðburðir, en einnig voru haldin námskeið, leiklistaræfingar, fundir. Nokkrar árkynningar voru í Deiglunni á vegum Stangaveiðifélags Akureyrar. Leiga fyrir Deigluna hefur ekki í öllum tilvikum verið innheimt, t.d ákvað stjórnin í upphafi árs að auglýsa Deigluna ókeypis til listviðburða eða fram að þessum aðalfundi. Einnig lögðum við Deigluna sem okkar framlag til Listasumars.
Grafíkverkstæðið
Um verkstæðið er það að segja að enn höfum við ekki fengið leyfi til að aðlaga Deigluna að opnu grafík verkstæði. En við höfum haldið eitt grafík námskeið í þrennulagi og þremur grafík listamönnum þar sem verkstæðið var nýtt, þrátt fyrir nokkra annmarka á aðstæðum. Einnig tókum við þátt í Barna menningarhátíð þar sem m.a. Við gáfum börnum á aldrinum 7 -12 ára tækifæri til að takast á við grafík listina. Stjórnin hefur lagt áherslu á að við endurnýjaðan samning við Akureyrarstofu verði okkur leift að gera nauðsynlegar breytingar fyrir verkstæðið.
Samstarf
Við höfum á árinu átt í samstarfi um menningar- og listviðburði með 11 aðilum.
- Listasafnið og fleiri aðilar varðandi Þriðjudagsfyrirlestra
- Barnamenningarhátíð
- Uppbyggingarsjóður Norðurlands Eystra
- Plastlaus September
- Listasumar
- Copenhagen Film Festival
- A! Gjörningahátíð
- Leiklistaskóli MAK greiddi leigu til æfinga
- Hópur ungra dansara æfði
- Frá nóvember höfum við leigt myndlistarmanni aðstöðu á efri hæð skrifstofuhúsnæðis
- ArtAk 350 Gestavinnustofa varðandi tengingar
Þá höfum við átt í samstarfi við sænska listamenn sem sýndu í Deiglunni haustmánuðum 2018 og var sú sýning í boði Gilfélagsins og nefndist, Den Besjälade Naturen. Sænsku listamennirnir hafa síðan hvatt okkur til að setja saman sýningu sem við gætum sýnt í Svíþjóð. Hafa þeir nú fengið sýningar- sal í Hälleforsnäs sem hefur boðið okkur að sýna þar. Félagið auglýsti eftir þátttöku og skipaði nefnd sem valdi níu listamenn til að fara út og er nú undirbúningur í gangi á fullu fyrir sýningu sem við köllum Íslandsfärger. Sýningin mun opna 19. Október nú í haust og standa til 22. nóvember. Höfum nú sótt um styrk til Menningarsjóðs Akureyriar til að létta undir með fyrirséðum kostnaði.
Framundan
Það ástand sem nú hefur verið vegna Covid19 faraldursins, hefur sett starfsemi okkar úr skorðum. Það er, Gestalistamenn hafa ekki getað komið vegna farbanns, er það frá miðjum febrúar og ekki sér fyrir endan á hvenær næsti listamaður kemur. Þá hefur öll útleiga á Deiglunni frá febrúar legið niðri. Spurning hvað gerist eftir 4. Maí.
Nokkuð augljóst er um ýmsar áherslur okkar með nýtingu Deiglunnar og starfsemi félagsins, ef ekki hafa tekist samningar milli Akureyrarstofu og Gilfélagsins um leigu og þau mál sem hafa komið fram í skýrslunni, eða nauðsynlegt viðhald- og breytingar á Deiglunni, viðurkenning á framlagi félagsins til uppbyggingar listastarfsemi í listagilsins og félagastyrk frá Akureyrarbæ til félagsins, mun starfið snúast um þessi mál.
Hugmyndir okkar um aukna nýtingu á húsnæði því sem félagið hefur til umráða í Kaupvangsstræti er háð því að takist samningar.
Við munum halda áfram á þeirri braut að auka notkun Deiglunnar t.d. Fyrir námskeið, listamessur ýmiskonar þar sem ungu fólki er boðin aðstaða til upplesturs, ungskáld, innsetninga og sýninga.
Áfram munum við halda úti metnaðarfullu starfi okkar um Gestavinnustofuna, Deigluna og Opnu grafík verkstæði til að gera það sem kveður á í lögum okkar 2. gr.
Markmið félagsins er að efla listsköpun og listflutning með því m.a. að skapa lista- og handverks fólki aðstöðu til að iðka list sína og búa því sem best athvarf til að sýna hana og flytja.