Error Code – Myndlistasýning
Gestalistamaður Gilfélagsins Nándor Angstenberger, ásamt Marcell Naubert
Föstudagur 29. október kl. 16 – 21 / Opnunarhóf
Laugardagur 30. október kl. 14 – 20
Deiglan, Listagili
Villumelding
Grundvöllur manneskjunnar er að gera mistök, því af mistökum lærum við nauðsynlegar aðferðir við að ná tökum á daglegu lífi, í gegnum alla ævina.
En eins og við vitum er lífið stundum flókið, mannkynið hefur þægilegar hliðar, sýnir jafnvel nokkur merki um leti, þess vegna fundum við upp vélar til að hjálpa okkur.
Tölva er aðeins jafn góð og forritarinn sem bjó til hugbúnaðinn, og svo vitnað sé í bróður minn sem er forritari: „tölva gerir aldrei mistök, aðeins menn gera mistök“. Annar lærdómur. Þrátt fyrir þróunina gerir það okkur hjálparvana þegar skyndilega birtist kerfisvillukóði á skjánum og ekkert glamr á lyklaborðið virðist leysa vandamálið. En við erum heppin, við erum með Google. Búin visku guðs og hraðari en ljóshraðinn. En hversu þróað er það? Er það galli í tækninni eða galli á mannkyni?
Sýningin „Error Code“ í Deiglunni, í samstarfi við Marcell Naubert, sýnir aðra hlið á þessari þróun. Að upplifa og gera mistök er manneskjunni nauðsyn, í því felst fegurð og næmni sem ber að meta óháð því í hvaða átt mannkynið stefnir, að óviðkomandi fullkomnun.
Nándor Angstenberge er gestalistamaður Gilfélagsins í októbermánuði. Hann er fæddur 1970 og stundaði nám í Stuttgart og Hamburg. Hann býr og starfar í Berlín í Þýskalandi.
Error Code
Artist in Residence, Nándor Angstenberger with Marcell Naubert
Friday oct 29th hr. 16 – 21 / Opening
Saturday oct. 30th hr. 14 – 20
Deiglan, Kaupvangstræti 23, Akureyri
One of the basis of human beings is making mistakes, because out of mistakes we learn essential techniques of mastering daily life and for our whole lifespan in general.
But as we know life is sometimes complicated, mankind has a comfortable side, even shows some signs of laziness, that is why we invented machines for helping us.
A computer is as good as a programmer who created the computer software, and to quote my brother who is a programmer: “a computer never makes mistakes, only humans are making mistakes”. Again a lesson learned. Even more, evolution aside, it makes us helpless when suddenly a System Error Code shows up on the screen and no uncontrollable hacking on the keyboard seems to solve the problem. But how lucky we are, we have Google. Equipped with the wisdom of a god and faster than the speed of light. But how far has it come? Is it a failing of our technology or a failing of our mankind?
The exhibition “Error Code” at the Deiglan Gallery, a first time collaboration with Marcell Naubert shows another side of this development, experiencing and making mistakes are a necessity to human beings, beauty and sensitivity lies in it and should be appreciated regardless the direction mankind is heading right now, to irrelevant perfection.