Pálína Guðmundsdóttir
Gestalistamaður Gilfélagsins í júní 2021 er Guðrún Pálína Guðmundsdóttir. Dvöl hennar er styrkt af Slippfélaginu.
Ég er að vinna að verkefni sem hófst í haust nánar tiltekið þegar ég dvaldi í Herhúsinu á Siglufirði í septembermánuði 2020. Verkefnið er nokkuð stór málverkainnsetning, sem fjallar um ákveðna hugmynd sem heldur verkunum saman og skapar eina heild, jafnvel þó hvert verk sé einnig sjálfstætt verk eitt og sér. Vonandi tekst mér að klára þetta verk á þessu ári eða því næsta. Ég er líka að klára helling af ókláruðum verkum sem ég vann í Berlín 2016 og á Siglufirði 2019 og 2020. Auk þess er ég með langtímaverkefni, en það er að vinna að bók um eigin verk. Ferlið þar er að velja hvaða verk skuli mynduð og sett í bókina. Textinn er tilbúinn. Dvölin í vinnustofunni hefur einnig gefið mér næði til að geta einbeitt mér að þessu verkefni.
Nám:
Gautaborgar háskóli, Svíþjóð:
Almenn málvísindi og hljóðfræði BA-próf 1983,
10 (15 ECT) einingar siðfræði, 20 (30 ECT) einingar sænska fyrir útlendinga.
Magistergráða málvísindi 1999.
Praktísk/ hagnýt menningarstjórnun 2000. Diplómanám (20 einingar, 30 ECT.)
Háskólinn á Akureyri:
Kennslufræði fyrir framhaldsskóla, 1999.
Impra: Eitt ár frumkvöðlanám 2004
Myndlistarskólinn á Akureyri 2009-2010 grafísk hönnun.
Myndlistarnám í Hollandi
AKI, Akademie voor kunst en industrie, Enchede, Hollandi. 1982-87.
Jan van Eyck Akademie, (post akademie) Maastricht, Hollandi. 1987-89.
Pálína rak ásamt eiginmanninum Joris Rademaker listagalleríð Gallerí+, Brekkugötu 35, á Akureyri síðan 1996. heimasíða: galleriplus.blog.is
Pálína hefur verið starfandi myndlistarmaður og búsett á Akureyri síðann 1991.Hún er fræðslufulltrúi Listasafnsins á Akureyri í 50% starfi. Þar sinnir hún einnig sýningarstjórnun, m.a. árlega er það sýningaröðin, Sköpun bernskunnar sem er samvinna barna 5-16 ára og starfsandi myndlistarmanna. Það verkefni kom til þegar Pálína sat í stjórn Myndlistarfélagsins (2009-2013) á Akureyri og sótti um lista- og fræðslustyrki til Menningarráðs Eyþings. Hún skipulagði þá fræðsludagskrá fyrir Myndlistarfélagið þar sem listamenn í Myndlistarfélaginu voru sendir í mismunandi fyrirtæki sem liður í listfræðslu. Einnig fyrir myndlistarsýninguna Sköpun bernskunnar, ásamt fræðsludagskrá í Sal Myndlistarfélagsins með mismunandi fyrirlesurum. Verkefnið/sýningin Sköpun bernskunnar, var samstarfsverkefni Myndlistarfélagsins, Myndlistarskólans og Leikfangasafnsins í Friðbjarnarhúsi. Sú sýning var svo endurvakin í Listasanfinu á Akureyri 2015 eins og fyrr segir og er orðin að árvissri sýningu/verkefni. Verkefnið var valið af mennta og menningarmálaráðuneytinu til þáttöku í ráðstefnu um barnamenningu á Dalvík, Menningarlandið 2017.
Pálína stjórnaði Listasumri á Akureyri árin 2000 og 2001 og skipulagði þá fjölda einka- og samsýninga listamanna. Auk margra annarra viðburða í öðrum listgreinum. Hún starfaði sem safnakennari í Listasafni Gautaborgar og á Norræna vatnslitasafninu á Tjörn í Svíþjóð veturinn 2000 og 2001.
Hún skipulagði samsýninguna “Allt um gyðjuna” að Skeið í Svarfaðadal 2006 og Freyjumyndir samsýning 23 myndlistarmanna víðsvegar um Akureyri 2009 heimasíða: freyjumyndir.blog.is
Í samvinnu við garðyrkjufræðing Akureyrar Jóhann Thorainsen skipulagði hún sýningu og viðburð undir heitinu “Uppskeruhátíð ræktunar og myndlistar” 2010 í Gömlu gróðrarstöðinni, Krókeyri í Innbæ Akureyrar. Það verkefni var valið til kynningar fyrir Íslands hönd í NordMach-ráðstefnunni í Helsinki í október 2011. Ráðstefnan fjallaði um samband listar og atvinnulífs. Það verkefni var endurtekið á 150 ára afmæli Akureyrar sumarið 2012 og stækkað. Verkefnin voru styrkt af Menningarráði Eyþings.