Dennise Vaccarello & Manuel Mata Piñeiro
Dennise Vaccarello og Manuel Mata Piñeiro dvelja hjá okkur í febrúar.
Dennise Vaccarello er myndlistarmaður sem vinnur þvert á miðla, hún býr í Galicia á Spáni.
Verk hennar snúast um landslagið sem sköpunarrými til að þróa mynd- eða hljóðrænar, sjálfstilvísandi eða uppskáldaðar hugmyndir.
Á meðan dvöl hennar stendur ætlar hún að skoða bæinn og íslenska menningu og blanda saman hinu daglega við hinu ótrúlega.
Manuel Mata Piñeiro er spænskur listamaður, rithöfundur og háskólaprófessor.
Verk hans einblína á að ljósmynda augnablikið og tilraunakenndar bókmenntir sem leggja sérstaka áherslu á daglegt líf og raunsæi.
Á meðan hann dvelur á Akureyri mun hann einbeita sér að því að draga ljóðmál úr einkalífinu sem hann mun síðan bjóða upp á í formi mynda og stuttra ljóða.
Dennise og Manuel munu sýna afrakstur dvalar sinnar í Deiglunni í Listagilinu helgina 22. – 24. febrúar 2019.