Stjórnarfundur 17. mars 2021
Stjórnarfundur í Gilfélaginu 17. mars 2021, í húsnæði félagsins Kaupvangsstræti 23 á Akureyri.
Fundargerð:
Fundinn sátu Aðalsteinn Þórsson, Arna G. Valsdóttir, Guðmundur Á. Sigurjónsson, Ingibjörg Stefánsdóttir, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir og Heiðdís Hólm Guðmundsdóttir um fjarfundabúnað.
Dagskrá:
1 Dagur myndlistar 15.apríl.
2 Dagsetning aðalfundar.
3 Staðan á 30 ára sögusýninu Gilfelagsins.
4 Hvering nota skuli styrkinn frá SSNE vegna grafíkverkstæðis.
5 Staðan á Gestavinnustofu.
6 Önnur mál: virkjun Fb síðunnar Gilfélagar og tiltekt og þvottadagur á húsnæði félagsins.
1
Dagur myndlistar 15.apríl er helgaður listamannareknum sýningarrýmum. Gilfélagið hyggst bjóða unga listafólkinu sem rekur gallerí Stíl á Akureyri að vera með sýningu og halda móttöku frá 17-19 með léttum veitingum og ávörpum eldri og yngri listamanns. Leitað verður til Kaktuss, Myndlistafélagsins og Rösk um sameiginlega dagskrá í gilinu. Hilda Elísa Jónsdóttir sem heldur utan um viðburðinn á landsvísu stefnir á að koma og gera kynningarmyndbönd um þáttökustaðina í verkefninu. Aðalsteinn hefur umsjón með framkvæmdinni fyrir hönd Gilfélagsins.
2
Ákveðið var að auglýsa aðalfund félagsins í Dagskránni 26. apríl og skal fundurinn haldoinn 16. maí kl. 14.
3
Stefnt er að því að halda Sögusýningu um Gilfélagið 30 ára, þrátt fyrir að ekki hafi fengist styrkur fyrir henni. Ákveðið var að öll hátíðahöld og viðburðir sem tengjast afmælinu einskorðist við nóvember sem er afmælismámuðurinn félagið var stofnað 30. nóvember 1991. Enn er stefnt að tónleikum, félagasýningu og afmælishátíð auk sögusýningarinnar. Guðmundur er í forsvari fyrir þennan þátt.
4.
Félagið fékk styrk að upphæð 500.000- frá SSNE vegna framkvæmda við grafíkverkstæði, af þeim 1500.000- sem sótt var um. Guðmundur Ármann hefur aðlagað framkvæmdaáætlun að lægri upphæð. Hún innifelur uppsetningu á vask, vinnuborði pg pappírsgeymslu meðfram austasta vegg Deiglu. Einnig verða útbúin létt færanleg skilrúm til að skilja vinnu svæði frá sal.
5
Gestavinnustofan er laus apríl maí og júlí vegna Covid19, júní er í óvissu. Ákveðið var að auglýsa eftir listafólki fyrir þessa mánuði innanlands, fyrstur kemur fyrstur fær. Einnig kom fram hugmynd um að leita stuðningsaðila meðal fyrirtækja á svæðinu sem mundu borga leiguna 80.000- fyrir einn mánuð auk 20.000 kr þóknunar til viðkomandi listamanns. Guðmundur tók að sér að sjá um þessi samskifti.
6
-vegna síðunnar Gilfélagar var ákveðið að vera duglegri að setja inn efni, auglýsa eftir efni og hvetja þáttakendur til samstarfs um afmælið og almennt að vera dugleg að nota síðuna og hækka þannig virðið í algóriþma samkeppninni.
-Ákveðið var að sumardagurinn fyrsti 22. apríl skyldi notaður í tiltekt og þvotta á húsnæði. Stjórnin mun standa að þessum viðburði.
-Einnig kom fram að hópurinn sem sænski sem sýndi Besjälad natur um árið er áhugasamur um að endurtaka leikinn. Einni hefur Gladiator ritlistaskólinn sem hélt námskeið í skrifstofurýminu lýst yfir áhuga á áframhaldandi samstarfi við Gilfélagið.
Dagskrá tæmd, fundi slitið.
Aðalsteinn Þórsson ritari.