Stjórnarfundur 29. júlí 2020
Stjórnarfundur í Deiglu 29.07.2020.
Mætt eru Ingibjörg og Guðmundur. Og Heiðdís á netinu.
Dagskrá:
1 Svíþjóðarsýningin, pökkun og sending
Guðmundur bendir Heiðdísi á að hafa boðsbréfið v/tolla. Eins þarf að senda mynd af listamanni í góðri upplausn til Ulf og texta m/öllum verkunum. Héðan fer trékassi og Heiðdís sendir sitt verk frá Skotlandi. Hadda og Anna Gunnars verða úti og aðstoða við uppsetningu. Verkin þurfa að fara héðan í síðasta lagi 04.08. til að hafa 4 vikur í ferðalagið v/cvid. Heiðdís spyr hvort úti sé ljósmyndari til að heimilda mynda fyrir okkur. Guðm. talar við Ulf. Sendum fréttatilkynningu til kynningamiðstöðvar, sendiráðið og víðar. Guðmundur talar v/Ragnar Hólm um kynningu hér t.d. mynda frá pökkun sem fer fram í Deiglu á sunnud.
2 Textílnámskeið Renée Rudbrant
Gilfélagið og Handraðinn sameinast um útsaumsnámskeið Reéne. Deiglan er upptekin fyrstu helgi í okt þannig að við flytjum námskeiðið fram á Laugaland. Allt skipulag er enn í mótun. Guðmundur verður túlkur. Ingibjörg framkvæmdastjóri og Hadda verður mér innan handar. Handraðinn og Gilfélagið auglýsa í sínum hópum. Svo verður haft samband við textílkennara í skólunum.
3 Valnefnd fyrir gestavinnustofuna
Ólafur Sveinsson, Arna Valsdóttir og Sóley Stefánsdóttir verða áfram í valnefnd fyrir gestavinnustofuna.
3 Námskeiðshald í haust? Hvaða námskeið viljum við bjóða uppá.
Guðmundur viðrar hugmynd um námskeið í vetur. Gíslína frá eyjum. Var hjá okkur á grafíknámskeiðinu. Hún er fótógrafíusérfræðingur! Skoðum þetta og 30 ára afmæli félagsins betur á fjölmennari fundi. Eins hvort við fáum sagnfræðing til að rita söguna.
4 Önnur mál
a) Guðmundur hefur samband við Vigni formann húsfélagsins. Varðandi sorp geymsluna. Við bjóðum að smíðað verði snyrtileg umgjörð í rananum að gestavinnustofunni.
b) Guðmundur hefur samband v/Þórgný eftir miðan ág um viðgerðir og annað varðandi Deiglu framhald frá í sumar.
c) Eins var kona að gera mastersrannsókn á gestavinnustofum í sambandi og verður það áréttað að aðstoða hana.
Ekki fleira rætt og fundi slitið kl 16:55.