Draumaveröld æskunnar
Listakonan Sara Rut Jóhannsdóttir sýnir Draumaveröld æskunnar á Listasumri í Deiglunni þar sem skoða má smáa undraveröld þar sem Bratz dúkkan er í aðalhlutverki. Áhugaverðar innsetningar og ýmsir fylgihlutir dúkkunnar verða til sýnis yfir helgina sem Sara Rut hefur unnið að í gegnum árin. Efniviðurinn er allt frá timbri, leir og textílefnum til hversdagslegra hluta þar sem ímyndunaraflið ræður ríkjum. Sýningin hentar fólki á öllum aldri og eru börn sérstaklega velkomin.
Opnunartími:
Laugardagur: 13-17 OPNUN
Sunnudagur: 13-17
Listagilið / Deiglan
*Enginn aðgangseyrir
Skoðaðu fleiri spennandi viðburði á www.listasumar.is
*Viðburðurinn hlaut styrk frá Listasumri.
Samstarfsaðilar Listasumars eru:
Akureyrarbær, Listasafnið á Akureyri, Minjasafnið á Akureyri, Rósenborg, Gilfélagið, Menningarhúsið Hof, Sundlaug Akureyrar, Iðnaðarsafnið, Amtsbókasafnið á Akureyri, Bílaklúbbur Akureyrar, Geimstofan, Myndlistarfélagið.