Aðalfundur 2020
Verður haldinn í Deiglunni laugardaginn 23. maí kl 13.
Fastir dagskrárliðir eru:
Skýrsla stjórnar.
Endurskoðaðir reikningar lagðir fram.
Ákvörðun árgjalds.
Kosning formanns og stjórnar.
Önnur mál.
Kosningarrétt hafa einungis þeir sem hafa greitt félagsgjald 2019/20.
Ný framboð eru velkomin og þurfa að hafa borist stjórn viku fyrir aðalfund. Stjórnarseta er gefandi tækifæri til að kynnast menningarlífinu í bænum, öðlast reynslu í menningarstjórnun og láta gott af sér leiða. Félagið fagnar 30 árum á næsta ári og því kjörið tækifæri til að láta ljós okkar skína og halda áfram að setja upp á spennandi viðburði sem byggjast á frumsköpun, samkennd og samveru.
Óskað er eftir sjálfboðaliðum í nýja Deiglunefnd sem mun vinna að aukinni nýtingu á Deiglunni.
Stjórnin
Nánari upplýsingar má nálgast hjá gilfelag@listagil.is eða hjá Guðmundi Ármanni í síma 864-0086.