Söngvar á sextugu dýpi
SÖNGVAR Á SEXTUGU DÝPI
Laugardaginn 14. mars verða haldnir tónleikar í Deiglunni á Akureyri þar sem eyfirskir trúbadorar af ýmsum toga og aldri hefja upp raust sína.
Fram koma þau Aðalsteinn Svanur Sigfússon, Arnar Tryggvason, Arna Valsdóttir, Guðmundur Egill Erlendsson, Kristján Pétur Sigurðsson, Helgi Þórsson, Sigurður Ormur Aðalsteinsson og Þórarinn Hjartarson.
Á þessum tónleikum, sem blásið er til í tilefni af sextugsafmæli Aðalsteins Svans, er stefnt að því að ná stemningu í líkingu við þá sem einatt ríkti í Populus tremula handan götunnar.
SÖNGVAR Á SEXTUGU DÝPI hefjast klukkan 21.00 og aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir.