Stjórnarfundur 2. desember
- stjórnarfundur starfsárið 2019/2020
Haldinn í Deiglunni 2. desember 2019 kl 16:30
Mætt eru úr stjórn: Guðmundur Ármann, Ingibjörg, Sigrún Birna og Heiðdís á netinu
Dagskrá
- Námskeið haustsins – uppgör og lokaskýrsla
Námskeiðin gengu mjög vel og árangur góður. Þátttakendur hafa lýst áhuga á að fá fleiri námskeið. Ganga þarf frá launareikningum til Valgerðar, Keith, Örnu og Guðmundar. Gistikostnaður var fyrir Valgerði og Keith. Grafísk vinna, auglýsingkostnaður sem og annar kynningarkostnaður. Leiga á Deiglunni 4 sinnum 5 dagar samtals 20 dagar. Guðmundur skrifar lýsingu, Ingibjörg tekur saman reikninga, allir sem að verkinu komu sendi sína tíma til Heiðdísar. Heiðdís tekur síðan saman.
- Samráðsfundur um menningarmál 5. des.
Stjórn félagsins hefur boðað til samráðsfundar félagsmanna og þá sérstaklega einstaklinga sem hafa lýst áhuga á að ræða þá stefnubreytingu í menningarmálum sem birst hefur hjá Akureyrarbæ. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 5. des. kl. 20.
- Barnamenningarhátíð 2020
Ákveðið að sækja um með sömu formerkjum og í fyrra en að bæta við starfskrafti þar sem svo góð þátttaka barna var í ár, að það veitti ekki af fleiri fullorðnum. Sigrún Birna sér um það.
- Önnur mál
- Ráter í skrifstofurými
Guðmundur skilar ráter í skrifstofurými til Listasafnsins.
- Lista- og handverksmessa
Góður andi var, þrettán aðilar tóku þátt og rúmaðist vel í salnum.
Fundi slitið 18.15