Stjórnarfundur 25. september 2019
- stjórnarfundur starfsárið 2019/2020
Haldinn í Deiglunni 25. september kl 16:15
Mætt eru úr stjórn: Guðmundur Ármann, Ingibjörg, Sigrún Birna , Aðalsteinn og Heiðdís á netinu.
Dagskrá
- Vatnslitanámskeið Keith Hornblower
Vatnslistanámskeið verður haldið 4. – 6. október. Námskeiðið hefst kl 20:00 föstudagskvöld og er frá 10-17 laugardag og sunnudag. Þátttakendur eru 12. Undirbúa þarf Deigluna fimmtudagskvöldið 3. okt. Námskeiðsgjöld eru 35 þúsund. Kennari tekur 340 þúsund. Guðmundur Ármann verður með auka pappír og liti í boði ef þátttakendur vilja kaupa.
- List- og handverksmessa á aðventu
List- og handverksmessa verður haldin helgina 29. nóvember – 1. des.
Borðaleiga verðuri sú sama og undanfarin ár, 2500 kr fyrir borðið.
- Grafíknámskeið hluti II og III
Síðari hlutar grafíknámskeiðs verða haldnir 8. -10. nóvember og 15. – 17. nóvember.
Guðmundur Ármann kannar hvað vistvænir litir kosta, einnig pappír, plötur og skurðarjárn. Einnig þarf að leysa það hvernig við bleytum pappírinn og fráleggsmál.
- Samningar við Akureyrarstofu
Enn hefur ekkert heyrst frá Akureyrarstofu varandi samnings mál, Guðmundur Ármann sendir ítrekun á Kristinn.
- Önnur mál
a)Heiðdís leggur til að félagsmönnum verði boðið að nota Deigluna án endurgjalds , sem samstarfsaðilar en ekki leigendur. Þannig sjái e.t.v.fleiri sér kost á að vera með viðburði/sýningar.
- b) Auglýsingar í N4
Komið hefur tilboð frá N4 dagskránni til kynningar á gestalistamanni hverju sinni. Með í því tilboði fylgja birtingar í skjáauglýsningum í 3 daga.
Ingibjörg kannar hvaða tilboð hægt sé að fá hjá Dagskránni.
Fundi slitið 18:15