Vilt þú taka þátt í samsýningu í Svíþjóð?
Auglýsing eftir 5- 7 myndlistarmönnum til að taka þátt í samsýningu í Svíþjóð haustið 2020.
Þetta er boð sænsku listamannanna sem sýndu í Deiglunni, á vegum Gilfélagsins haustið 2019, sýningu sem þau nefndu Den besjälade naturen.
Gilfélagið hefur valið þrjá aðila til að setja saman 7 -10 manna hóp listamanna, með víða myndlistarlegar áherslur, málverk, teikningar, grafík, textíl, leirlist, ljósmyndir.
Þeir sem munu velja með sér listamenn eru Guðrún H. Bjarnadóttir textíllistamaður,Ívar Freyr Kárason myndlist og Guðmundur Ármann myndlist. Þessum listamönnum hefur verið sérstaklega boðið sem þakklæti fyrir að hafa skipulagt og staðið að sýningunni Den Besjälade naturen.
Við kynnum þetta fyrst meðal félagsmanna í Gilfélaginu og óskum eftir að þeir listamenn sem hafa áhuga á að taka þátt sendi inn á gilfelag@listagil.is umsókn sína og skilgreini hvað þeir hyggjast sýna, tilbúið verk eða greinargóða tillögu að verki ásamt myndum og stutta kynningu á listamanni.
Athugið að við erum að leita eftir fjölbreyttri flóru myndlistar. Við þurfum að senda nafnalista fyrir 15. ágúst og biðjum við félagsmenn að bregðast hratt við og senda inn umsókn um þatttöku fyrir lok júlímánuð. Ef ekki næst í 5-7 listamenn með þessu verður leitað út fyrir raðir félagsmanna Gilfélagsins. Frekari upplýsingar munu koma til þeirra sem taka þátt, þegar við höfum sent nafnalista til þeirra sem munu skipuleggja sýninguna í Svíþjóð. Nafna listann, fjölda listamanna og hvað verður sýnt, mun ráða um val á sýningarplássi. Einnig munu sænsku aðilarnir sækja um styrk/styrki og því þurfa þeir nöfn, fjölda og hvað verður sýnt. Stefnt er að þvi að sýningin gæti orðið haustið 2020 í september, október eða nóvember.
Nefndin