South River Band – Útgáfutónleikar
Hljómsveitin South River Band fagnar útgáfu Sirkus – sjötta hljómdisksins – með útgáfutónleikum í Reykjavík og á Akureyri. Tónleikarnir á Akureyri verða haldir í Deiglunni í Listagilinu þann 15. júlí kl. 20.
Á tónleikunum leikur sveitin öll lögin á Sirkus, allt nýtt og óútgefið efni og nokkur laganna eru eftir Óla Þórðar, sem leiddi sveitina allt frá stofnun. Hugmyndin að gerð plötunnar kom fram einmitt fram sumarið 2017 þegar sveitin hlustaði á gamlar upptökur af æfingum. En einnig verða fluttir gamlir kunningjar af efnisskrá South River Band, lög af öllum plötum sveitarinnar, sú fyrsta – South River Band – kom út 2002, „Maður gæti beðið um betra veður“ kom út 2004, Bacalao kom út 2005 og „Allar stúlkurnar“ kom út 2007.
Liðsmenn South River Band á tónleikunum eru Matthías Stefánsson fiðla, Grétar Ingi Grétarsson kontrabassi, Kormákur Þráinn Bragason hryngítar, Ólafur Baldvin Sigurðsson mandolín og Helgi Þór Ingason harmonika. Þeim til halds og traust eru þeir Gunnar Hilmarsson gítarleikari og Erik Qvik slagverksleikari, sem léku á nýju plötunni.
Aðgangur aðeins 2000 kr.