Aðalfundur Gilfélagsins 2019
Til félagsmanna í Gilfélaginu.
Aðalfundur Gilfélagsins verður haldinn í Deiglunni sunnudaginn 26. maí kl 14.00
Stjórnin öll gefur kost á sér til endurkjörs en samkvæmt lögum á að kjósa um formann á eins árs fresti, aðrir sitja til tveggja ára. Einn varamaður í stjórn hefur setið í eitt ár og er því ekki kosið um hann, aðrir stjórnarmenn hafa setið í tvö ár og þarf því að kjósa, ef mótframboð kemur fram.
Eins og segir í 7. og 8. grein laga félagsins.
- gr
Aðalfund félagsins skal halda fyrir lok maímánaðar ár hvert. Aðalfund skal boða skriflega með 14 daga fyrrivara og gildir dagsetning póststimpils. Einnig skal auglýsa hann í einum prentmiðli og á veraldarvefnum.. Aðalfundaboði skal fylgja dagskrá og tillögur um lagabreytingar, sem þurfa að hafa borist stjórn féalgsins áður en aðalfundarboð er sent út.
- gr
Formaður skal kosinn beinni og leynilegri kosningu. Auk hans eru kosnir fjórir í stjórn er skipta með sér verkum gjaldkera, ritara, auk tveggja meðstjórnenda. Einnig skal kjósa tvo varamenn í stjórnina og tvo endurskoðendur. Kjörtímabil formanns er eitt ár. Kjörtímabil annarra stjórnarmanna og varamanna er tvö ár.
Lögin í heild sinni má lesa á heimasíðu Gilfélagsins.
Vilji félagsmenn koma með tillögur um fólk í stjórn, eða með tillögu að lagabreytingum þurfa þær tillögur að berast stjórninni eigi síðar en viku fyrir auglýstan aðalfund, sem er vika 19.
Tillaga þarf að berast stjórn félagsins, skriflega í pósti, Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri, eða á netfang félagsins, gilfelagid@listagil.is
Stjórnin