Lög Gilfélagsins

LÖG GILFÉLAGSINS

SAMÞYKKT Á AÐALFUNDI 20.06.92 OG MEÐ SAMÞYKKTUM BREYTINGUM SÍÐARI AÐALFUNDA, SÍÐAST 2016.

  1. gr

Félagið heitir Gilfélagið, samtök áhugafólks um listamiðstöð í Grófargili. Lögheimili þess og varnarþing er á Akureyri.

  1. gr

Markmið félagsins er að efla listsköpun og listflutning með því m.a. að skapa lista- og handverksfólki aðstöðu til að iðka list sína og búa því sem best athvarf til að sýna hana og flytja.

  1. gr

Markmið sínu hyggst félagið ná með því að:

  1. Standa að rekstri gestavinnustofu með og í samvinnu við Akureyrarbæ. Um þann rekstur gildir sérstök reglugerð.
  2. Stuðla að betra upplýsingaflæð um listir og listastarfsemi ásamt bættu skipulagi listmiðlunar og aukinni umfjöllun um listir í fjölmiðlum.
  3. Eiga samstarf við samtök listamanna og félög sem hafa sköpun, flutning og sýningu listar á stefnuskrá sinni.
  4. Stefna að því að Akureyri verði eftirsókarverð listvin.
  1. gr

Félagar geta allir orðið sem áhuga hafa og vinna vilja að markmiðum félagsins.

  1. gr

Félagið aflar sér tekna með:

  1. Félagsgjöldum
  2. Sjálfboðavinnu og / eða gjafaframlögum.
  3. Styrkjum frá einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum.
  4. Sölu á auglýsingum í þeim miðlum sem félagið ræður yfir.
  1. gr

Aðalfundur fer með æðsta vald félagsins og rétt til setu á aðalfundi eiga allir félagar sem greitt hafa félagsgjald fyrir aðalfund. Stjórnin fer með æðsta vald milli aðalfunda.

  1. gr

Aðalfund félagsins skal halda fyrir lok maímánaðar ár hvert. Aðalfund skal boða skriflega með 14 daga fyrrivara og gildir dagsetning póststimpils. Einnig skal auglýsa hann í einum prentmiðli og á veraldarvefnum.. Aðalfundaboði skal fylgja dagskrá og tillögur um lagabreytingar, sem þurfa að hafa borist stjórn féalgsins áður en aðalfundarboð er sent út.

Fastir dagskrárliðir eru:

  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram.
  3. Ákvörðun árgjalds.
  4. Kosning formanns og stjórnar.
  5. Önnur mál.
  1. gr

Formaður skal kosinn beinni og leynilegri kosningu. Auk hans eru kosnir fjórir í stjórn er skipta með sér verkum gjaldkera, ritara, auk tveggja meðstjórnenda. Einnig skal kjósa tvo varamenn í stjórnina og tvo endurskoðendur. Kjörtímabil formanns er eitt ár. Kjörtímabil annarra stjórnarmanna og varamanna er tvö ár.

  1. gr

Stjórn getur kallað saman félagsfund telji hún nauðsyn bera til. Stjórnin ber að halda félagsfund ef 20% félagsmanna óska þess skriflega. Slíka fundi skal boða öllum félögum með a.m.k. tveggja daga fyrirvara.

  1. gr

Félagsmenn bera sameiginlega ábyrgð á rekstri félagsins og þeim skuldbindingum sem félagið hefur tekið.

  1. gr

Stjórnin má aðeins taka nýjar fjárhagslegar skuldbindingar fyrir hönd félagsins samkvæmt samþykkt aðalfundar eða sérstaklega boðaðs félagsfundar.

  1. gr

Til að breyta lögum félagsins þarf samþykki 2/3 hluta fundarmanna á aðalfundi og tillögur um lagabreytingar að hafa verið kynntar í aðalfundarboði sbr. grein 7.

  1. gr

Lög þessi öðlast þegar gildi.

Akureyri 01.06.2007