Stjórnarfundur 5. júlí 2018
- stjórnarfundur nýrrar stjórnar starfsárið 2018/19
Haldinn í Deiglunni 5. júlí kl 18:15
Mætt eru úr stjórn: Guðmundur Ármann, Sigrún Birna, Sóley Björk og Ívar.
- Fulltrúar úr Stjórn Myndlistarfélagsins komnir til fundar um sameiginlega ályktun, félaganna, varðandi nýtingu húsnæðis í Grófargili og framtíð myndlistarmenntunar á Akureyri.
Mættar eru Karólína Baldvinsdóttir, Margrét Nilsdóttir, Hjördís Frímann og Gunnhildur Helgadóttir.
Rætt fram og aftur um málið og skráð í sameiginlegt skjal, Karólínu og Sóleyju Björk falið að ganga frá orðalagi ályktuninnar. - Erindi frá Annmargret varðandi sýningu Svíanna í byrjun september. Svara þurfti ýmsum praktískum spurningu, varðandi uppsetningu, yfirsetu og þýðingu á gögnum. Guðmundur og Sigrún geta þýtt gögnin úr sænsku. Ákveðið að hjálpast að við yfirsetu og borga fyrir ef þarf. Eins mundum við sjáum að taka sýninguna niður, geyma og senda suður í lok septembermánaðar þegar sýningin verður sett upp í sænska sendiráðinu. Guðmundur sendi þeim svar.
Fleira ekki gert og fundi slitið 20:15 Sigrún Birna