30 ára afmælishátíð Gilfélagsins – takk fyrir okkur
Í tilefni af 30 ára afmælishátíð Gilfélagsins viljum við þakka Menningarsjóði Akureyrar veglegan styrk sem okkur var veittur til undirbúnings sögusýningar félagsins.
Gilfélagið var stofnað 30. nóvember 1991. Núverandi stjórn félagsins hélt afmælishátíð með eftirfarandi viðburðum:
11. september Malpokar leifðir skemmtidagskrá Populus Tremula í Deiglunni.
14. – 19. október, samsýning félaga í Gilfélagsinu.
16. október, 30 ára afmælisfagnaður Gilfélagsins.
8. – 23. janúar, 30 ára sögusýning Gilfélagsins.
Gilfélagið er eins og kunnugt er frumkvöðull þess öfluga menningarstarfs sem fram hefur farið í Grófargili á Akureyri: Listagilinu. Deiglan var fyrsti menningarsalurinn í gilinu sem opnaði fyrir almenning, þannig að ástæða fyrir hátíðarhöldum var ærin.
Populus tremula gengið flutti sig yfir götuna til okkar í Deigluna 11. september, með magnaða skemmtun að sínum hætti sem bar heitið Malpokar leyfðir. Þar var telft á tæpasta vað hvað COVID varðaði, en ekki hefur fréttst af mannfalli. Reyndar hamlaði Covid okkur nokkuð í 30 ára fagnaðinum, því á döfinni voru fleiri skemmtikvöld sem ekki hefur orðið af, enn.
14. október opnaði svo samsýning félaga í Gilfélaginu í Deiglunni, sýningin stóð til 19. október. Hálfur fjórði tugur myndlistamanna átti verk á sýningunni sem gaf góða mynd af fjölbreytileika listalífsins á svæði Gilfélagsins, í aldursdreifingu, kynjun, aðferðum og efnistökum.
Að kvöldi 16. október var boðið til afmælishátíðar sem var vel sótt og var á allan hátt til fyrirmyndar.
Það dróst svo fram á árið 2022 vegna Covid19 að halda 30 árasögusýninguna hún stóð frá 8. – 23. janúar. Guðmundur Ármann Sigurjónsson, Ragnheiður Þórsdóttir og Ingibjörg Stefánsdóttir áttu heiðurinn að skipulagningu og framkvæmd sögusýningarinnar. Það var mikið verk unnið af innsæi og fagmennsku. Einnig var efnt til sölusýningar á nokkrum öndvegisverkum úr stofngjöf Gilfélagsins á sama tíma. Gilfélagið þáði við stofnun verk frá fjölda íslenskra myndlistamanna til stuðnings starfsemi félagsins og hefur alltaf af og til bæst í það safn gefin verk. Það seldust nokkur verk á sýningunni, en þó fá ef miðað er við gildi verkanna og hróður þess myndlistafólks sem um ræðir.
Hér fylgja svo nokkrar myndir frá viðburðunum. Takk menningarsjóður Akureyrar fyrir stuðninginn.