Líf og Dauði – Anita Lind Björnsdóttir
Anita Lind Björnsdóttir
Líf og Dauði
Opnun föstudaginn 06.08.
Sýningin er opin laugardag og sunnudag frá kl. 15.00 – 21.00
Anita Lind er fædd 1981 og er uppalin á Akureyri. Hún hefur alla tíð haft ánægju af allri listsköpun og fékk áhuga og hæfileika í gjöf frá pabba sínum. Listin og náttúran eru hluti af hennar lífskrafti og veitir henni lífsneista og ró. Náttúran kemur mikið fyrir í verkum hennar og eru þar ýmsir fuglar mest áberandi. Fjölbreyttri tækni, efnum og miðlum finnst henni gaman að beita og leika sér með. Nám hennar í listsköpun hófst heima og innra með henni. Fyrsta myndlistanám Anítu utan veggja heimilsins var í Myndlistarskóla Akureyrar þá fimm ára að aldri. Grunnskólinn var henni þungur en hún fann alltaf öryggi í verkgreinunum og gat notið hæfileika sinna þar. Hið sama gilti um nám hennar í Verkmenntaskólanum á Akureyri en þaðan lauk hún námi af listnámsbraut. Aníta Lind hefur sótt ýmis myndlistarnámskeið og kláraði grunnnám í kennslufræðum frá Háskólanum á Akureyri með 1 árs sérhæfðingu í Háskóla Íslands í myndlistarkennslu.
Vinnustofuna sína hefur hún heima í stofu og því stutt að fara í hugarheim sköpuninnar.
Anita hefur tekið þátt í þó nokkrum samsýningum og er þetta hennar önnur einkasýning hennar.